fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Fjölmiðlaherferð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að í gangi er mikil og skipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga – og hefur að þungamiðju fjölmiðla 365 sem eru í eigu eins helsta útrásarvíkingsins.

Í þessu tilviki er best að láta réttararkerfið starfa í friði. Það virðist hafa staðið sig vel í þessum málum. Rauði þráðurinn er að ekki sé í lagi að stunda blekkingar á markaði. Ekkert getur réttlætt slíkt, ekki einu sinni þótt verið sé að reyna að bjarga fallandi bönkum. Markaðir geta ekki starfað ef slíkt háttarlag er látið óátalið – þá er eins hægt að loka. Þetta gengur gegn grundvallaratriðum í samfélagsgerð okkar.

Dómar hafa verið ítarlegir og vel ígrundaðir. Fremsti viðskiptablaðamaður þjóðarinnar, Þórður Snær Júlíusson, lýsir því ágætlega í þessu viðtali um al Thani dóminn í Kastljósi.

 

 

Það er heldur ekki hægt að segja að þarna séu glæpir án fórnarlamba, eins og stundum er haldið fram. Blekkingum var beitt til að halda uppi hlutabréfaverði og bæta markaðsstöðu, þegar spilaborgin gaf sig fór hlutabréfamarkaður á stuttum tíma úr rúmlega 9000 í 300. Gleymum því ekki að það var ekki einungis bankakerfið sem hrundi, heldur líka sparisjóðir út um allt land, fyrirtæki og fyrirtækjasamsteypur. Fjöldi manns tapaði peningum, sumir aleigunni.

Þetta er ekki léttvægt, en maður veltir því fyrir sér hvort útrásarvíkingar, lögfræðingar og fjölmiðlaráðgjafar þeirra hafi vanmetið stöðuna. Aðferðin var frá fyrsta degi að koma fram af ítrustu hörku, neita allri ábyrgð, þræta um hvert smáatriði, virka hneykslaðir. Þeir voru líka orðnir vanir því á árunum fyrir hrun að ráða lögum og lofum, koma fram af miklum þótta, og bregðast ókvæða við allri gagnrýni.

En kannski var þetta ekki góð aðferð þegar allt var hrunið og blasti við að í gangi hafði verið mikill blekkingaleikur. Þá hefði kannski verið tími til að sýna aðeins meiri auðmýkt, gangast við ábyrgð, sýna samstarfsvilja. Slíkt hefði komið betur út.

Maður á ekki að hlakka yfir því að fólk fer í fangelsi, og oft vekur það hjá manni samúð og depurð að sjá menn fara þá leið. Í mörgum tilvikum væri sjálfsagt einhvers konar samfélagsvinna heppilegri. En það er samt þannig í réttarríki að menn þurfa að standa skil gjörða sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna