fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Aftarlega á merinni í matvöruverslun

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður ferðast í Evrópu og Bandaríkjunum sér maður víða hvað hafa orðið miklar framfarir í matvöruverslun, ekki aðeins hvað varðar framboð, heldur líka hvað varðar gæði, ferskleika og framsetningu vörunnar. Og kröfur neytenda hafa aukist meðfram þessu. Maður kemur inn í matvörubúðir erlendis sem virka nánast á mann eins og ævintýraheimur.

Einhvern veginn er eins og Ísland hafi farið algjörlega á mis við þessa þróun. Manni finnst frekar eins og matvöruversluninni hafi hnignað hér síðustu árin – það hafa sprottið upp nokkrar sérverslanir sem eru til sóma – megi þær dafna! – en stóru matvörubúðirnar verða æ dapurlegri, sérstaklega ef borið er saman við það sem er að gerast í matvöruverslun erlendis.

Ávextir og grænmeti lélegt, rotið og skemmt, allt kjöt plastað í bak og fyrir – hvergi að sjá ferskan fisk. Það er engin áhersla á lókal matvöru – eða upprunamerkingar. Í búðunum er ekki að finna fólk sem hefur þekkingu á því sem er verið að selja.

Stundum skýtur upp í hugann orðinu „sovét“ – það er spurning hvort sé í rauninni einhver samkeppni á matvörumarkaðnum á Íslandi?

Vinur minn, sem er mjög fróður um matvöru, sagði mér um daginn að hann hefði farið með bandarískum sérfræðingi í matvöruverslun í íslenskar búðir nýskeð. Bandaríkjamaðurinn hefði komið hér fyrir tólf árum síðan, en hefði sagt að lokinni þessari heimsókn:

„Veistu, það hefur ekki átt sér stað nein þróun í matvöruverslun á Íslandi“.

Í dag var tilkynnt að Hagar, verslanakeðjan sem á meðal annars Bónus og Hagkaup, hafi skilað hagnaði upp á 2,8 milljarða á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs.  Þessi keðja malar gull. En hinir gráðugu vilja meira, nú er líka kunngjört að Hagar vilji hefja heildsölu á áfengi – væntanlega með það í huga að selja áfengi í smásölu ef frumvarp sem leyfir slíkt verður samþykkt á Alþingi.

Ef marka má frammistöðuna í matvöruverslun geta menn tæplega gert sér vonir um mikið, fjölbreytt eða gott úrval af vínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna