

Forstjóri Skipulagsstofnunar segir að of seint sé að stöðva framkvæmdir við hið svonefnda Hafnartorg.
Þetta er er í mjög í anda þess sem skipulag borgarinnar virðist ganga út á núorðið. Borgarbúum eru kynntar hugmyndir , svo þegar kemur fram gagnrýni, er svarað með því að það sé um seinan, engu sé hægt að breyta.
Skipulagsstjórinn telur reyndar líka að of mikið sé rætt um „útlit og byggingastíl“. Það er greinilegt að stefnan er sú að borgarstjórnin eða borgarbúar eigi ekki að hafa neitt um slíkt að segja – það er treyst á fegurðarskyn verktakanna. Þeir leggja hinar fagurfræðilegu línur, manni heyrist að arkitektarnir telji sig ekki gera það.
En líklega ganga býrókratar út frá því að þegar sé búið að kynna þessar hugmyndir, þótt það hafi farið framhjá öllum – líka íbúum á svæðinu. Sjálfur bý ég svona 150 metra frá. Mér var bent á að þetta minnti á atriði úr The Hitchikers Guide to the Galaxy – áætlanir um eyðingu jarðarinnar vegna ofurhraðbrautar í gegnum geiminn hafa verið lengi til sýnis, en á skrifstofu í öðru sólkerfi. Þið höfðuð nógan tíma til að kvarta.
There’s no point in acting all surprised about it. The plans and demolition orders have been on display at your local planning office in Alpha Centauri for fifty of your Earth years, so you’ve had plenty of time to lodge formal complaints.