fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Sú tilfinning að algjör glundroði ríki í heiminum

Egill Helgason
Föstudaginn 8. janúar 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á tíma þegar er offramboð á skoðunum, en skortur á staðreyndum.

Á samskiptamiðlum flíka menn skoðunum sínum í tíma og ótíma. Líka á hlutum og atburðum sem þeir vita ekkert um. Einatt eru þetta ekki ígrundaðar skoðanir eða skoðanir sem byggja á góðum upplýsingum. Nei, þetta eru skoðanir sem kvikna í augnablikinu – í hita umræðunnar.

Facebook er stærsta kjaftakvörn allra tíma. Þar líðst fólki að segja hluti sem það myndi aldrei segja ef það stæði augliti til auglitis við viðmælendur sína.

Í gær voru það skoðanir á atburðum við járnbrautarstöðina í  Köln, listamannalaunum og sorphirðu. Í dag verður það væntanlega eitthvað annað.

Þeir fá mesta athygli sem láta eins og brjálæðingar og fífl. Það endurspeglast svo í fréttaflutningi í fjölmiðlum sem eru með vakt 24 tíma á sólarhring. Til dæmis hefur komið í ljós að Donald Trump hefur fengið 70 sinnum meiri umfjöllun í Bandaríkjunum en Bernie Sanders.

Eftir smátíma á samskiptamiðlum ágerist hjá manni sú tilfinning að algjör glundroði ríki í heiminum. Maður finnur algjört magnleysi koma yfir sig.

En líka þörfina eftir staðreyndum, eftir alvöru upplýsingum, einhverjum grunni til að standa á, yfirsýn.

Ég var að hugleiða þetta í gær þegar inn um lúguna hjá mér kom tilboð um að endurnýja áskrift að The Economist sem ég hafði fyrir margt löngu. Ég er í alvörunni að hugsa um að slá til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna