fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Laugavegur 91 – þegar KRON var ennþá stórveldi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum verður starsýnt á stórhýsið Laugaveg 91. Þar var eitt sinn verslunin Sautján, en langt er síðan hún lagði upp laupana í húsnæðinu. Þarna var í smátíma eins konar klasi hönnunarbúða, en annars hefur húsnæðið staðið autt um langt árabil.

Er virkilega ekki hægt að fá neina starfsemi í húsið sem stendur undir sér? Þarna væri auðvitað gaman að fá stóra fatabúð – eða vísi að department store eins og það heitir á ensku.

En húsið á sína sögu sem ekki allir muna núorðið. Það hefur tekið svo miklum breytingum að það er nánast óþekkjanlegt frá upphaflegri mynd.

Að Laugavegi 91 reisti Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (KRON), sem þá var fjarska öflugt, verslanamiðstöðina Domus sem tók til starfa 1970. Þá leit húsið út eins og sjá má í meðfylgjandi auglýsingu. Þar má líka lesa að þarna fáist nýlenduvörur, leikföng, fatnaður, búsáhöld, gjafavörur, bækur og heimilistæki.

Þetta var á tímanum þegar samvinnufélögin voru enn stórveldi. Sambandið rak aðra slíka deildaskipta verslun niðri í miðbæ, í Austurstræti 10, þar sem nú er verslun ÁTVR á neðstu hæðinni.

 

12487090_10207099102689037_141036395481287639_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt