fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Óréttlátt og vont kerfi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki viss um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið að mæra verðtrygginguna þegar hann sagði að hin verðtryggða íslenska króna væri einhver stöðugasti gjaldmiðill í heimi. Margir stukku á þessi orð hans og túlkuðu þau með þeim hætti að forsætisráðherrann hefði fyllst snöggri aðdáun á verðtryggingunni.

Nei, auðvitað er hann að benda á einfalda staðreynd. Verðtryggða krónan er þannig hönnuð að hún heldur verðgildi sínu jafnvel þótt allt annað rýrni í kringum hana. Hví þurfa bankar þá að leggja háa vexti ofan á verðtrygginguna?

En þetta er náttúrlega partur af stærra dæmi og stjórnvöld virðast vera ófær að takast á við það. Ein birtingarmyndin er sú sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er óþreytandi að benda á, að allir sem hafa tækifæri forðist að nota íslensku krónuna.

Það er sauðsvartur almúginn sem situr uppi með hana – stærri fyrirtæki kjósa aðra mynt, álverin, stóru sjávarútvegsfyrirtækin, ferðaþjónustan eins og hún getur. Maður sér heldur ekki betur en að Netflix verði í evrum þegar það kemur til Íslands!

Nú er nýbúið að hækka vexti á óverðtryggðum fasteignalánum. Þeir eru komnir upp í 7,25 prósent. Ég segi og skrifa – meira en 7 prósent. Samt er sáralítil verðbólga á Íslandi um þessar mundir.

Ein afleiðing þessa er að almenningur flýr yfir í gömlu verðtryggðu lánin – þau virka stöðugri, þótt þau séu náttúrlega óbærilega dýr þegar upp er staðið.

Enn einn angi þessa eru lífeyrissjóðirnir. Ein skýringin sem er gefin á háum vaxtakostnaði á Íslandi er hin háa ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna. Hún er 3,5 prósent samkvæmt lögum.

Allt er það samt í plati. Í nýrri skýrslu frá OECD kemur í ljós að ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hefur að meðaltali verið 1,7 prósent síðustu tíu árin. Fáar þjóðir eru þar aftar á merinni en Íslendingar. Til dæmis segir að ávöxtun danskra lífeyrissjóða á tímabilinu hafi verið 5,4 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt