fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Stjórnlagaráð lagði til „írsku aðferðina“

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í viðtali í Morgunblaðinu að hann hafi lagt til við Alþingi að tekið verði upp hið svokallaða írska aðferð í forsetakosningum – til að tryggja að forseti hafi ásættanlegan meirihluta á bak við sig.

Ólafur lýsir því svona:

Hins veg­ar kerfi eins og t.d. Írar eru með. Þar raða kjós­end­ur fram­bjóðend­un­um og þannig er tryggt að ef eng­inn fær hrein­an meiri­hluta á fyrstu at­kvæðum er skoðað hvern kjós­end­ur settu í annað sætið. Síðan eru tek­in at­kvæði þess sem er í 3. sæti og bætt við tvo efstu. Þetta kerfi trygg­ir hrein­an meiri­hluta á bak við þann sem er kos­inn.

En það þarf ekki að leita langt yfir skammt, því í tillögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland er einmitt lagt til að tekið verði upp svona kerfi:

Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.

Það er eiginlega merkilegt hægt sé að horfa framhjá þessu, og raunar virðast tillögur Stjórnlagaráðs leysa öll vandkvæðin varðandi forsetakjörið sem rætt hefur verið um síðustu daga. Stjórnlagaráðsmenn hafa reyndar lengi kvartað undan því að fræðasamfélaginu hafi verið mjög í nöp við starfsemi ráðsins. Líklega er nokkuð til í því.

Þannig eru hugmyndirnar sem birtast í tillögum Stjórnlagaráðsins sniðgengnar – en þegar maður skoðar þær sér maður að margt er þar harla gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt