fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Gerpla og Game of Thrones

Egill Helgason
Mánudaginn 4. janúar 2016 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir nokkuð talað um það núorðið að ungt fólk lesi ekki Halldór Laxness lengur – og að það sé nánast ómögulegt að fá ungmenni til að komast í gegnum bækur Nóbelskáldsins.

Það er jafnvel sagt að hin sérstæða stafsetning Halldórs standi bókum hans fyrir þrifum. Það má vera – og svo er náttúrlega hitt að að hann notar oft skrítin og jafnvel „erfið“ orð. Vilmundur Jónsson landlæknir kallaði þetta hriflingabjargastíl í háði.

Það er einfaldlega ekki í tísku núorðið að beita tungumálinu með þessum hætti.

Raunar er til bók með úrvali úr verkum Halldórs Laxness þar sem texti hans er færður til nútímastafsetningar.  Hún olli samt engum tímamótum í lestri á verkum hans.

Ég er af kynslóð sem ólst upp á tíma þegar þótti rétt og skylt að lesa bækur Laxness. Yfirleitt byrjuðu unglingar á Sölku Völku eða Atómstöðinni – Salka er rómantísk, Atómstöðin pólitísk – svo komu stóru rómanarnir, Heimsljós og Sjálfstætt fólk. Jú, og auðvitað Íslandsklukkan – hana var líka alltaf verið að leika í Þjóðleikhúsinu.

Svo komu seinni verk sem eru kannski ekki alveg eins ólgandi – Brekkukotsannáll og Kristnihald undir Jökli. Í seinni tíð hef ég einna mest dálæti á ritgerðum Halldórs og endurminningabókunum fjórum sem voru hans síðasta stóra verk.

Þetta var semsagt leiðin í gegnum bækurnar hans. Sumt gæti ég hugsað mér að lesa aftur, annað síður.

Svo er auðvitað ein bók önnur sem er kannski að sumu leyti nútímalegri en aðrar bækur Halldórs, að minnsta kosti eins og tíðarandinn er í dag. Þetta er Gerpla sem fjallar á ótrúlega háðskan hátt um stríðsmennsku og hetjuhugsjónir.

Gerpla gerist á miðöldum, þær eru svo sannarlega í tísku. Hér nefnir Guardian hana sem eina af tíu bestu nútímasögum sem fjalla um miðaldir. Þarna er hún með hinum ofurvinsælu Söngvum íss og elds eftir George RR Martin – það er uppistaðan í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

 

1952gerpla1d

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt