

Í dag hef ég hitt tvo einstaklinga sem eru sterklega orðaðir við framboð til forseta Íslands.
Ég spjallaði við báða – og báðir áttu sameiginlegt að vera búnir að slökkva á símanum hjá sér,
Á sama tíma heyrist manni að allir og amma hans ætli í framboð.
Hér má sjá auglýsingu um forsetakjör frá 1952. Eftir því sem ég kemst næst hafa reglur um fjölda meðmælenda ekki breyst síðan þetta var, þótt Íslendingar séu tvöfalt fleiri en þá. 2012 var það minnst 1500, mest 3000.
Í tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.
