fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Gerspilltur og geggjaður banki

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. ágúst 2009 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lán Kaupþings eru mál málanna. Þau afhjúpa banka sem reynist fremur vera svikamylla. Það er með ólíkindum að skilanefnd bankans og stjórn bankans sem var reistur á rústum hans ætli að reyna að verja þetta gamla gerspillta og geggjaða sýstem.

Eða hvað ætli mikið endurheimtist af þessum lánum? Hvað ætli verði afskrifað? Hvað ætli þessir vildarvinir bankans þurfi að greiða á endanum?

325 milljarðar til Jóns Ásgeirs. (Þar af 30 milljarðar á síðustu stund svo hann gæti haldið Bónus/Hagkaup.)

333 milljarðar til Bakkabræðra.

284 milljarðar til Robert Tschenguiz.

142 milljarðar til Skúla Þorvaldssonar.

142 milljarðar til Ólafs Ólafssonar.

103 milljarðar til Kevins Sanford.

22 milljarðar til Björgólfsfeðga.

Svo nokkuð sé nefnt.

Mikið af þessum lánum er með lélegum eða engum veðum. Og reyndar oft með veðum í hlutabréfum í Kaupþingi sjálfu. Starfsemi Kaupþings getur varla talist vera bankastarfsemi í eiginlegum skilningi. Heimildamaður sem þekkir vel til bankarekstrar skýrir málið með svofelldum hætti:

„Undirliggjandi veð fyrir stærstu lánum Kaupþings eru fáránlega oft hlutabréf í Kaupþingi. Þetta er vítavert. Bernie Madoff notaði svikamyllu til að svíkja peninga út úr fjárfestum, en þarna er ljóst að Kaupþing hefur í áraraðir fjármagnað hækkanir og stöðutökur í eigin bréfum. Í leiðinni tekjufæra þeir geðveikar þóknanir og vexti af þessum vitleysislánum, þannig að reksturinn lítur alltaf vel út. En í grunninn til eru þetta algerlega fáheyrðar lánveitingar (og FME virðist aldrei hafa sagt neitt um málið). Sannarlega rekstur byggður á sandi.

Þetta er ástæða þess að Kaupþingsbréf gátu ekki og máttu ekki falla í verði. Ástæðan er sú að þegar það gerist ætti Kaupþing að ganga að veðunum. En þegar undirliggjandi veð eru þeirra eigin hlutabréf, þýddi það að þeir þyrftu að fella niður þau bréf sem þeir gengju að og Kaupþing færi umsvifalaust á hausinn. Sem sagt, í Kaupþingi var aldrei neitt raunverulegt eigið fé (hin leiðin hefði verið að finna Stím eða einhver álíka dellufélög).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum