fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Bréf um mútur, ásakanir Davíðs, Cosser og pólitík sem íþróttalýsingu

Egill Helgason
Laugardaginn 28. febrúar 2009 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérmeðferð

Það er áhugavert að sjávarútvegsfyrirtæki og lífeyrissjóðir krefjast sérmeðferðar við uppgjör framvirkra samninga þar sem þeir segja að samningforsendur séu brostnar. Á þá er hlustað og lítur út fyrir að þeir eigi að fá sér meðferð.

Samningsforsendur okkar lána eru líka brostnar en á okkur er ekki hlustað.

Svona er óþolandi.

— — —

Óeðlileg fyrirgreiðsla eða mútur

Hvaða fólk er þetta sem hefur fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu?
Það er ekkert óeðlilegt við að stjórnmálamenn séu aðilar að fyrirtækjarekstri og taki lán eins og við hin en það sem virðist hafa gerst er eftirfarandi:
Stjórnmálamaður stofnar einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð og fær lán hjá banka til hlutabréfakaupa eða til að nota í einhverjum viðskiptum. Hann skrifar ekki undir persónulegar ábyrgðir eins og við hin þurfum að gera í svona tilvikum.
Ef dæmið hjá honum gengur upp græðir hann og bankinn fær vexti, alir ánægðir.
Ef illa gengur og allt fer á hausinn þá tapar stjórnmálamaðurinn hlutafé sínu, oft um 500 þúsund og bankinn afskrifar lánið.
Ef þetta heitir ekki mútur á mannamáli þá er ég ekki með eðlilegan skilning á íslenskri tungu.
Undanfarið hafa spjótin beinst að tveimur stjórnmálamönnum, (reyndar er annar fyrrverandi, en hinn er enn á þingi) en hvorugum þeirra hefur tekist að hreinsa sig með trúverðugum hætti.
Eru þeir fleiri en þessir tveir?
Getur verið að þessi seinagangur í öllu sé vegna spillingar í kerfinu. Enginn þorir að taka ákvarðanir.
Menn þori ekki að velta við neinum steinum af ótta við að koma upp um sjálfan sig.

— — —

Ráðning formanns bankastjórnar

Steingrími er nokkur vorkun í þessu því stór hluti íslenskt viðskiptalífs er markerað af nákvæmlega því sem gerðist merð Ormson, þ.e. eigendaskipti – eignir seldar út úr fyrirtækinu – fyrirtækið skuldsett upp úr öllu valdi. Þetta leiðir síðan til þess að þegar á gefur eins og núna rúlla fyrirtækin hvert af öðru. Fjöldi dæma um nákvæmlega þetta og svona voru stöndug og traust fyrirtæki raunar eyðilögð. Það eru ekki bara bankamenn sem hafa komið efnahagnum í þessa stöðu, meira eða minna allt viðskiptalífið var þessu marki brennt. Spurning hvort þessi áhrifaþáttur sé ekki að leika efnahagslífið enn verr en bankahrunið sem slíkt. Svo ekki sé minnst á byggingabransann sem blóðmjólkaði þennslutímann og byggði langt umfram raunverulega þörf sem á stóran þátt í atvinnuleysinu núna.

— — —

Ásakanir Davíðs

Raunverulega var Davíð að ýja að því að stjórnmálastéttinni hafi verið mútað. Ásökunin vofir raunverulega yfir öllum alþingismönnum og hugsanlega sveitarstjórnarmönnum. Nú stendur uppá stjórnmálamenn að hreinsa sig.

Bara þetta eitt og sér gæti útskýrt lömunina eða sprengjulostið sem ríkisstjórnin var haldin.

Ef Davíð fer fram þá verður það undir eigin merkjum. Hann jarðaði í raun og veru sína samherja í Sjálfstæðisflokknum í þessu viðtali. Ef ummæli hans eru grandskoðuð sést hversu alvarlegar ásakanirnar eru. Eitruð pilla hans gamla vina BB var athyglisverð. Snýr hún kannski að framboði Bjarna frænda?

Davíð mun fara fram undir merkjum siðbótar og hreinnar samvisku. Hann mun lofa að koma öllu upp á borðið og velta við öllum steinum. Hann býr yfir gríðarmikilli vitneskju.

Þetta gæti bara orðið spennandi…

— — —

Brennuvargar vilja slökkva elda

Öll þessi samtök eru þannig að manni setur hroll.

Í morgun fékk ég tölvupóst frá Viðskiptaráði sem ætlar að fjalla um Endurreisn Íslands.

Fyrsti maður á ræðulistanum er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem hefur raunar aðalstarf af því að vera forstjóri Exista.

Hvernig ætlar sá maður og samtök á hans vegum að fjalla um “Endurreisn Íslands” þegar augljóst er að hann veit ekkert um málið. Enda í hópi þeirra sem settu okkur á hausinn til að byrja með.

Talandi um að láta brennuvargana slökkva eldana.

— — —

Cosser

Ég leitaði stuttlega að einhverju um þennan milljarðamæring.

Í Wall Street Journal hefur ekki verið minnst á hann einu orði síðustu 2 árin.

Í Financial Times fæst sama niðurstaða – ekki múkk.

Í Bloomberg er minnst á hann í 4 fréttum sem eru ekki um neitt eða sem tengjast þessu númer 2 hér að neðan.

Þegar maður gramsar í Google sér maður að:

1. Hann hefur verið útvarpsþulur hjá ABC í Ástralíu einhvern tíman.

2. Hann stofnaði áskriftarsjónvarp sem er kallað “failed”, þ.e. sem misheppnaðist. Það félag var sett á markað á 90 sent en var í 24 sentum þegar Cossers hætti hjá félaginu – greinilega í ekki allt of góðu.

Hvernig er hægt að vera milljarðamæringur í dollurum og þetta er umfjöllunin? Ég bara spyr.

Ef Cosser biður mig fallega skal ég segja honum hver ég er og þá getum við átt viðræður um þessi mál.

— — —

Ísland í eigu óreiðumanna

Ofurlaun eru fyrir ofurmenni enda bera þeir mikla ábyrgð.

Ábyrgð þeirra virðist hafa verið fólgin í því að:

a)     hámarka gengi hlutabréfa ”útvalinna” hluthafa.

b)     fjármagna kaup útvalinna hluthafa á hlutabréfum.

c)     Hjálpa þeim að stinga undan skatti.

Það má leiða líkur að því að erlendar fjárfestingar sem verða nú á næstu misserum séu fjáfestingar “óreiðumanna”

Hvernig getur einhver maður frá landi sem er eins fjarri Íslandi og hægt er að komast, hafa áhuga á því að kaup Gjaldþrota Morgunblað sem skuldar 5 miljarða og Tónlistar hús sem á að kosta 12 miljarða í landi sem einungis búa 300,000 manns? Hvað óreiðumenn tengdust þessum verkefnum?

Ekki var farið strax í það að kyrrsetja eigur óreiðumanna strax eftir hrun Glitnis.

Það er með ólíkindum að ekki er komi í ljós hversu mikið af peningum var flutt úr landi vikurnar fyrir þrot Glitnis þar til hinir bankarnir fóru í þrot. Bretar gerðu það sem  þeir gátu til að stoppa peningatilfærsur.

Nú munu þessir víkingar koma aftur til landsins á næstu misserum og kaupa upp allt atvinnulífið á brunaútsölu. En það verður ekki gert í þeirra nafni.

Eigum við að láta þetta viðgangast?

— — —

Pólitísk umræða um efnisatriði eða sem íþróttalýsing

Í morgun var merkilegt viðtal við Birgi Guðmundsson blaðamann og lektor á Akureyri um þá stöðu sem komin er upp á Alþingi eftir að annar framsóknarmannanna í viðskiptanefnd myndaði nýjan meirihluta þar með Sjálfstæðisflokknum. Umræðan snerist um kosningaheim og leikfléttur en ekkert um efnisatriði málsins: Í fyrsta lagi af hverju það er brýn nauðsyn nú að breyta stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands með þeim hætti að skerpt sé á hæfniskröfum og ábyrgð Seðlabankastjóra og komi á fót faglegu peningastefnuráði með aðild utanaðkomandi sérfræðinga í peningamálum. Í öðru lagi um hvað hin vænta skýrsla sérfræðinganefndar Evrópusambandsins sé og hvort efni hennar snerti í raun efni hins afmarkaða frumvarps um Seðlabanka Íslands.

Hið sorglega við umræðu á þessum kappleikjanótum er sú nöturlega staðreynd að endurheimt trausts á Seðlabankanum með skipun nýrra faglegra stjórnenda og raunverulegt frumkvæði og verkstjórn bankans við að losa um risavaxnar stöður erlendra fjárfesta í íslensku krónunni eru lykilatriði við að losa þjóðina úr alvarlegri gjaldeyriskreppu. Úrlausn hennar er forsenda þess að við getum farið að hraðlækka stýrivexti og brugðist þannig við fjármálakreppunni sem er að sliga bæði atvinnulíf og heimili í landinu. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru væntanlegir innan tveggja daga til mikilvægra viðræðna um næstu skref. Allt tal um að frumvarp um nauðsynlegar breytingar í Seðlabanka Íslands við þessar aðstæður sé einelti er í raun móðgun við þær þúsundir sem eiga í vaxandi erfiðleikum og missa vinnuna dag frá degi. Er fólk búið að gleyma að sitjandi seðlabankastjóri hefur bæði lýst opinberlega yfir andstöðu við samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ítrekað reynt að bregða fæti fyrir vinnuna með því að reyna að gera áætlunina tortryggilega? Þessi kjarnahluti íslenska bankakerfisins varð tæknilega gjaldþrota og þarna sitja einu stjórnendurnir óhreyfðir í öllu kerfinu, FME meðtalið. Hvað hefur svo Seðlabankinn undir þessari forystu verið að gera til lausnar gjaldeyriskreppunni?

Og hver er hin brýna ástæða frestunar nú að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Höskuldar Þórhallssonar? Jú það er koma skýrsla sérfræðinganefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem falið var að skoða eflingu og samræmingu fjármálaeftirlits þvert á landamæri og mögulega aukið hlutverk Seðlabanka Evrópu eða nýrrar fjölþjóðlegrar stofnunar á þessu sviði. Afar athyglisvert og mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast náið með þróun á þessu sviði en snýst einfaldlega ekkert um það hvort Seðlabanki Evrópu eða aðrir seðlabankar sem ákvarða beitingu stjórntækja á borð við stýrivexti hyggist breyta hæfniskröfum eða ráðningarferli bankastjóra, hvað þá að til standi að leggja niður peningastefnuráð með faglega skipuðum og reyndum aðilum. Þetta er himinhrópandi augljóst yfirvarp enda mun vinna við eflingu fjármálaeftirlits og endurbætur regluverks á fjármálamarkaði verða fyrirferðamikil á alþjóðavettvangi næstu misserin. Þá mun einnig fara fram ítarlega umræða um og skoðun á markmiðum peningastefnunnar beggja vegna Atlantshafsins og þar viljum við líka vera virkir þátttakendur. Loks mundi aðild að ESB og þáttta í ERM aðlögunina eflaust kalla á endurskoðun regluverks um Seðlabanka Íslands. Ekkert af þessu snertir hins vegar skerpingu á faglegri hæfni, kröfum og aðkomu fleiri hæfra sérfræðinga að ákvörðunum innan bankans. Það er sjálfstætt verkefni sem ekki má bíða nú.

Svar Birgis Guðmundssonar um þetta atriði var athyglisvert. Hann vildi ekki ræða hvort skýrslan hefði eitthvað með málið að gera enda væri það kannski í sjálfu sér ekkert aðalatriði á meðan einhver teldi að svo væri. Þetta snerist um hvað mönnum liði vel með þegar þeir afgreiddu mál. Með fullri virðingu fyrir tilfinningalífi Höskuldar Þórhallssonar þá eiga kjósendur og þeir sem horfa fram á gjaldþrot rétt á því að þingmenn byggi ákvarðanir um framgang brýnna mála á eins faglegum og málefnalegum grundvelli og hægt er og geti rökstutt það vafningalaust. Fjöldi þingmanna getur haft á tilfinningu að hinar eða þessar skýrslur sem væntanlegar eru bæði frá Evrópusambandinu, bandaríska seðlabankanum, OECD eða alþjóðlegum viðskiptaháskólum muni snerta hin eða þessi mál sem til vinnslu er í þinginu og snúast um brýnar aðgerðir til að endurheimta traust á íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf. Er rétt af Alþingi Íslendinga að fresta þessum málum um ótilgreindan tíma ef einhverjum þingmönnum liði betur við afgreiðslu þeirra ef þeir hafa fyrst lesið skýrslur fjölþjóðastofnana. Engin þessara skýrslna mun flytja okkur hin endanlega sannleik um fyrirkomulag allra mála og ekkert lát mun verða á útkomu þeirra. Margar munu eflaust koma efni Seðlabankafrumvarpsins miklu meira við en væntanlega skýrsla um eflingu fjármálaeftirlits þvert á landamæri sem nú er notuð sem yfirvarp fyrir töfum. Hve lengi eigum við að bíða og eftir hverju nákvæmlega?

Að lokum: Ég heyrði því fleygt að Godot muni mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að kynna framtíðarsýn flokksins í gjaldmiðils- og Evrópumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður