fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Innihaldslaus Perla

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2011 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perlan er ljómandi falleg bygging þar sem hún trónir uppi á Öskjuhlíð.

En yfir henni hefur samt alltaf verið blær tilgangsleysis.

Ég man að ég var á fundi einhvern tíma fyrir 1990 þar sem Perlan var rædd.

Þá sagði þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, að það væri fullt af fólki sem vissi ekki hvað það ætti að gera á sunnudögum.

Merkingin var sú að það gæti farið í Perluna.

En þar hefur samt aldrei verið neitt nema veitingahúsið sem snýst, frekar dapurleg kaffitería, bóka- og myndbandamarkaður – jú, og dálitið víkingasafn síðustu árin.

Nú er komið einhvers konar kauptilboð í Perluna, en það virðist fela í sér að breytingar verði á húsakostinum og starfseminni. Einhverjir setja sig væntanlega upp á móti því – en í óbreyttri mynd er Perlan varla arðbær fjárfesting og kaupverðið gæti ekki verið hátt.

Það þarf nefnilega að að setja eitthvert innihald í dæmið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar