fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Danir og verslunin

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2011 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar talað er um Dani sem versla á Íslandi hugsa menn yfirleitt um einokunarkaupmennina. Löngu síðar spratt upp sú geðveikislega hugmynd, sem er tjáð í Íslandsklukkunni, að Kaupmannahöfn hafi á þeim tíma verið byggð á auði Íslands.

En síðar voru hér Danir sem héldu uppi verslun – og það er talinn einn mesti blómatími verslunar á Íslandi.

Þetta var undir lok nítjándu aldar og fyrstu árin á þeirri tuttugustu, þeim tíma sem kallast á frönsku la belle epoque.

Þá voru hér verslanir á borð við Thomsens-magasín, sem var í mörgum deildum – þar var matvörudeild, víndeild, vindladeild og skódeild.

Guðjón Friðriksson lýsir þessari verslun og fleiri í Sögu Reykjavíkur sem hann skráði fyrir margt löngu.

Svo urðu Íslendingar ógn þjóðernissinnaðir, höft náðu yfirhöndinni – dönsku kaupmennirnir flæmdust burt og verslunin gekk í gegnum langt niðurlægingarskeið.

Nú eru Danir búnir að kaupa Húsasmiðjuna – það skiptir kannski ekki miklu máli, það er tæplega mikið sjálfstæðismál hver á þetta fyrirtæki, en þó er aldrei að vita hvað mönnum dettur í hug.

Á þessari mynd má sjá hvar Thomsens-magasíns stóð við Lækjartorg, á mesta veldistímanum tilheyrðu fleiri hús á svæðinu versluninni. Seinna var Hótel Hekla í húsinu, en það var rifið 1961.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?