fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Íslendingar og erlent vald

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2011 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er verið að skrifa heilmikið um kommúnismann á Íslandi. Mest af því kemur frá hægrimönnum, sem eru mærðir á þessum vef.

Þarna er til dæmis vitnað í skrif Styrmis Gunnarssonar sem skrifaði í Moggann að sósíalistar og kommúnistar hafi verið erindrekar erlends valds.

Við skulum ekki gera of lítið úr því. Kommúnistar aðhylltust aðra af hinum hryllilegu helstefnum 20. aldar – og það er merkilegt hvað margir héldu lengi í átrúnaðinn eða þögðu yfir hryllingnum. Og það er merkilegt hvað menn eru ófúsir að horfast í augu við þetta.

Hins vegar hafa menn seilst full langt í að klína kommastimpli á alla verkalýðs- og stéttabaráttu á Íslandi. Það er ansi djörf kenning að henni hafi verið stjórnað af Moskvuagentum.

Þvi má heldur ekki gleyma að þeir voru fleiri sem gengu erinda erlends valds. Íslenska lýðveldið er í raun stofnað undir verndarvæng Bandaríkjanna – það er staðreynd sem hefur furðu lítið verið rætt um, enda passar hún ekki inn í söguna um frelsissókn þjóðarinnar. Íslendingar fylgdu svo Bandaríkjunum í einu og öllu fram yfir síðustu aldamót; íslenskir stjórnmálamenn voru mjög handgengnir Bandaríkjunum, þáðu boðsferðir þangað, voru sífellt að herja út úr þeim fé og notuðu Bandaríkin  líka í pólitískri baráttu eins og sést á því hvernig höfundarnafn Halldórs Laxness var í raun eyðilagt í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar