fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Egill: Katrín og Bjarni í góðu sambandi en hún getur ekki tekið þá áhættu að mynda stjórn með honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og stjórnmálarýnir, telur að Framsóknarflokkur og Viðreisn kunni að vera í oddastöðu við stjórnarmyndun eftir kosningar þó að flokkarnir hljóti lítið fylgi. Egill telur að draumur Sjálfstæðisflokksins um að komast í stjórn sé fjarlægur en að einnig verði örðugt að mynda vinstri stjórn VG, Samfylkingar og Pírata, þar sem meirihlutinn verði annaðhvort naumur eða ekki fyrir hendi.

Þetta kemur fram í pistli Egils á Eyjunni. Um möguleikann á samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins skrifar Egill:

Eina von Sjálfstæðisflokksins um að komast í ríkisstjórn er að Vinstri græn fari með honum. Það er fjarlægur draumur – og enn fjarlægari eftir lögbannið sem sett var á Stundina og fréttaflutninginn af Bjarna Benediktssyni í blaðinu. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru í ágætu sambandi en hún getur varla tekið þá áhættu að stuttu eftir að hún myndar ríkisstjórn með honum fari að birtast fleiri fréttir af fjármálavafstri hans.

Í baklandi VG í Reykjavík er fullkomin andstaða gegn því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki, þótt önnur viðhorf kunni að vera uppi úti á landi.

Af þessu dregur Egill eftirfarandi ályktun:

Þetta veldur því að tveir litlir flokkar verða máski í oddastöðu eftir kosningarnar. Bæði Framsóknarflokkur og Viðreisn eiga eftir að tapa illa og ná kannski ekki nema fáum mönnum inn á þing. En tilurð ríkisstjórnar gæti oltið á öðrum hvorum flokknum.

Hvor þeirra er tilbúinn að fara í ríkisstjórn undir forsæti Kötu Jak?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum