fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Pólitísk einkavæðing var rót hrunsins

Egill Helgason
Mánudaginn 13. október 2014 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Sigurlaugsson hefur komið víða við í viðskiptalífinu, hann er nú framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Þorkell hefur skrifað bækur um viðskipti og nýtur almennrar virðingar fyrir réttsýni og sanngirni.

Þorkell skrifar dóm um Hamskiptin, bók Inga Freys Vilhjálmssonar, á vef Landsbankans, undir liðnum Bókahornið. Það er merkilegt að sjá hvað hann segir um orsakir bankahrunsins – Þorkell velkist ekki í vafa um aðallega sé um að kenna einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar og ráðabrugginu kringum hana.

Það sem mestu skiptir og magnaði upp vandann var að stjórnamálaflokkar stóðu á bak við þessar breytingar á viðskiptalífinu og þeir sem stjórnuðu bönkunum höfðu hvorki reynslu né þekkingu á bankarekstri. Viðskiptabönkunum var samhliða breytt í fjárfestingabanka nánast á einni nóttu sem gerði áhrif þeirra á íslenskt atvinnulíf mjög afdrifarík. Það var mikið hættuspil í þessu litla samfélagi okkar að renna saman fjárfestingabönkum og viðskiptabönkum. Þar að auki var augljóst að allir bankarnir höfðu samráð um uppstokkun atvinnulífsins og ótakmarkaðan aðgang að erlendu lánsfé til að fjármagna hana. Eftirlitskerfin voru veikburða og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi ýtti undir vandann. Ingi bendir réttilega á að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið skýr hvað þetta varðar. Einkavæðing bankanna var gölluð, umfram allt pólitísk og stjórnvöld vildu ekki viðurkenna mistökin.

Og Þorkell segir ennfremur:

Ingi staðhæfir að „Davíð Oddsson sé sá einstaklingur sem beri einna mesta persónulega og siðferðilega ábyrgð á því að hafa markað farveginn fyrir hrunið með formennsku í Sjálfstæðisflokknum um langt árabil og auk þess taldi rannsóknarnefnd Alþingis að hann hafi einnig gerst sekur um vanrækslu í starfi seðlabankastjóra“, svo vitnað sé beint í það sem Ingi segir í bókinni. Ekki ætla ég að dæma um það hér, en það kom mér alltaf undarlega fyrir sjónir hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna árið 2003 og ekki síður sú uppstokkun á eignarhaldi fyrirtækja sem bankarnir tóku að sér í kjölfarið. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þar liggi rót hrunsins sem varð afdrifaríkara á Íslandi en flestum öðrum löndum. Það voru hin eiginlegu hamskipti. Bók Inga er enn eitt ritið sem staðfestir að svo hafi verið, þótt margt vanti upp á að því sé nægilega vel lýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við