fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Á afmæli Bjarkar

Egill Helgason
Laugardaginn 21. nóvember 2015 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk er frægasti Íslendingur fyrr og síðar. Á fimmtugsafmæli hennar verður mér hugsað til afar skemmtilegs kvæðis eftir Þórarin Eldjárn.

Í kvæðinu er skáldið statt í París. Hann sér nafn Snorra Sturlusonar á vegg bókasafns sem er í Latínuhverfinu. En á sama tíma sér hann víða auglýsingaplaköt með mynd Bjarkar.

Og þetta kvæði verður til (ég vek sérstaka athygli á skemmtilegu ríminu í síðasta erindinu, þar verður maður eiginlega að segja Islande upp á frönsku til að það gangi upp):

Á Bókasafns heilagrar Genevifu vegg
sem veit á móti sjálfu Panthéon
mér benti fróður maður með skegg
á meitlað nafnið SNORRO-STURLESON.

Við gengum þaðan niður á Saint Michel
um Soufflot-götu, út af þessu hrærðir
hve löndum okkar getur vegnað vel
sem vitrir eru, margfróðir og lærðir.

Sem búlluvarðinn þar við áfram örk-
uðum, nokkuð hratt en þó í værð
þá skyndilega birtist okkur BJÖRK
á blaðaturni í meira en líkamsstærð.

Og þeirra Snorra viðureign hún vann.
Hún vegur þyngra til að “kynna Ísland”.
Við skildum þá að hun er meiri en hann
á heimsins torgum, litla birkihríslan.

Björk er eins og berið ofan á þeirri stóru tertu sem er íslenskt tónlistarlíf. Það er, merkilegt nokk, orðið frægt um allan heim. Sætir auðvitað furðu, því lengst af átti þessi þjóð sama og enga tónlist.

En að tónlistinni er nú sótt af yfirvöldum. Tónlistarskólar eru í fjársvelti og mæta litlu nema þvergirðingi og stífni frá yfirvöldum. Ég sé á Facebook að borgarstjórinn í Reykjavík mærir Björk á afmælinu. Besta kveðjan sem hann gæti sent henni og okkur hinum er að taka nú myndarlega á vanda tónlistarskólanna – jú, og bara leysa hann.

Þeir gætu tekið saman höndum um það Dagur og Illugi, og setið svo fyrir á fallegri mynd, ánægðir með verk sín og samstöðuna.

 

 music_bjork

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben