fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Finnur Samfylkingin sinn Corbyn?

Egill Helgason
Mánudaginn 14. september 2015 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum villtist ég inn í partí sem var haldið á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi – í veislusal sem tengdist Rauða ljóninu. Þar var komið saman fólk sem síðar safnaðist í Samfylkinguna til að fagna kosningasigri Tonys Blairs sem þá hafði leitt Nýja-Verkamannaflokkinn til valda í Bretlandi.

Þetta var tími „þriðju leiðarinnar“ og þetta hafði mikil áhrif víða um Evrópu, og líka á Íslandi.

Nú eru uppi vangaveltur um hvaða áhrif kjör Jeremys Corbyn í formannsstól Verkamannaflokksins muni hafa á Íslandi. Þetta er ekki að ástæðulausu, stjórnmál í Bretlandi eru mikill áhrifavaldur á Íslandi – Thatcher hafði til dæmis meiri áhrif hér en víðast annars staðar.

Við lærum siði af Bretum – og þó oftar ósiði. Útrásarvíkingar og hrunverjar litu á London sem sína eiginlegu og andlegu höfuðborg.

En hvort Corbyn muni hafa áhrif hingað heim – ja, það er ekki víst. Það eru svo margir aðrir straumar í gangi í pólitíkinni. Píratarnir fara varla neitt í smiðju Corbyns og svo er annar meginstraumurinn hægra megin, þar sem grasserar andúð á útlendingum og alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur reyndar formann sem hefur mjög blairískt yfirbragð og það er í litlu samræmi við tíðarandann.

Það er þá spurning hvort Samfylkingin geti fundið sinn Corbyn – þótt reyndar hafi enn ekki verið nein veisluhöld innan raða hennar eins og var þegar Blair var kjörinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur