fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Kjör Corbyns – tímamót eða katastrófa

Egill Helgason
Laugardaginn 12. september 2015 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögðin við kjöri Jeremys Corbyn í formannsembættið hjá breska Verkamannaflokknum. Maður heyrir fögnuð meðal vinstra fólks – og þeirra sem finna „hefðbundnum stjórnmálum“ allt til foráttu. Corbyn er að sönnu öðruvísi, hann hefur alla tíð verið yst á jaðri flokksins, fyrri flokksleiðtogar vara við honum og margir af öflugustu þingmönnum flokksins segjast ekki ætla að vinna með honum eða taka sæti í skuggaríkisstjórn.

En er samt möguleiki á að fylgi Verkamannaflokksins sveiflist upp á við? Það gæti vel gerst, að minnsta kosti tímabundið? Corbyn er í huga margra orðinn tákn fyrir „öðruvísi“ stjórnmál, andstætt hinum „hefðbundnu“. Nú reynir á hversu mikil eftirspurn er í raun eftir slíku.

Corbyn er að stórum hluta til kosinn af fólki sem skráði sig í flokkinn í gegnum netið, borgaði 3 pund fyrir, og tók þátt í formannskosningu. Þetta voru meira en hundrað þúsund manns – langflestir kusu Corbyn. Aftur á móti eru verkalýðsfélög hætt að hafa áhrif á hverjir komast í formannsstól í Verkamannaflokknum – kjörseðlar sem eru sendir út til verkalýðsfélaga eru mun færri en áður og skila sér verr.

Þetta fólk býst við því að Corbyn taki aftur allt sem Nýi-Verkamannaflokkur Blairs stóð fyrir – góðu sambúðina við bankavaldið, einkavæðingu, stuðning við stríðsrekstur og Bandaríkin.

En svo eru aðrir sem segja að með þessu sé flokkurinn að fremja fjöldasjálfsmorð. Corbyn muni ná að hrekja burt miðjufylgi – og beint í faðminn á Íhaldsflokknum. Í Economist segir að einn skrítnasti þingmaðurinn á breska þinginu sé nú orðinn formaður næst stærsta flokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Corbyn vann stórsigur sem eykur líkurnar á að hann þrauki fram að kosningunum sem á að halda 2020. Sumir segja reyndar að mesta hættan sem hann þarf að mæta sé frá vinstri, frá þeim sem kusu hann, því þeir muni rjúka upp um leið og hann þarf að fara að gera málamiðlanir.

Dan Hodges er gamall félagi í Verkamannaflokknum, sonur þing- og leikkonunnar Glenda Jackson. Hann skrifar í Daily Telegraph að Verkamannaflokkurinn hafi valið þann kost að brenna upp. Það sé algjör katastrófa fyrir flokkinn að Corbyn taki við. Flokkurinn hafi kosið leiðtoga sem er ókjósanlegur, hætt sé við því að hann verði aðhlátursefni.

Hodges segir að þetta sé alvörumál, því nú muni Íhaldsflokkurinn í raun ekki mæta neinni stjórnarandstöðu. Hann geti gert hvað sem hann vill – vitandi að hann muni sigra í næstu kosningum. Andstaðan við frekari niðurskurð í velferð og heilbrigðismálum verði að koma innanfrá í Íhaldsflokknum. Hodges lýsir þessu svona:

Í síðustu viku kallaði David Cameron ráðherra sína saman. Fundurinn hófst á alvarlegri greiningu á afleiðingum sigurs Corbyns. Einn ráðherra benti á fjölda aktívista sem styðja Corbyn. Annar nefndi að ákafinn í kringum Corbyn minnti sig á þegar uppgangur SNP hófst í Skotlandi. Svo kom smá þögn. Og þá fóru allir að skellihlæja. Þetta var, og um það voru þeir sammála, niðurstaða sem var langt umfram villtustu drauma þeirra.

 

jeremy-corbyn-getty-subscription

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur