fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Við verðum aldrei Kanarí – sem betur fer

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. september 2015 09:33

Frá Púertó Ríkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar virðast lifa í þeirri ranghugmynd að þeir séu eina þjóðin í heiminum sem er að upplifa ferðamannasprengju – og að fyrir vikið hafi orðið hér eitthvað sem kallast „græðgisvæðing“.

Nú er það svo að túrismi hefur stóraukist víðar en hér. Sums staðar í Evrópu er varla þverfótað fyrir ferðamönnum. Meginskýringin á þessu er stóraukið framboð á ódýru flugi – núorðið er hægt að fljúga enda á milli í álfunni fyrir afar lítinn pening, stundum ekki meira en kostar að taka leigubíl frá flugvelli, en hins vegar hefur verið á hótelgistingu víða hækkað.

Airbnb er svar við því – og veldur því að troðningurinn á ferðmannastöðum eykst enn. Það getur verið að þetta sé öfugþróun. Ef þetta heldur svona áfram verður að fara að hleypa inn í hollum í helstu ferðmannaborgir.

En verðlagið er víðar hátt en á Íslandi. Raunar er það svo að veitingar hafa alltaf verið dýrar hér og matarverð í búðum hátt. Það hefur ekkert breyst. Veitingahúsin á Íslandi hafa batnað og fjölbreytnin er miklu meiri, en úrval matvöru í búðum hér er afar lélegt – það hefur ekkert breyst.

Ísland mun seint laða til sín ferðamenn sem koma til að drekka ódýran bjór – og ætti heldur ekki að gera það. Samt koma hér að vetrarlagi hópar helgarferðamanna, einkum frá Bretlandi, sem kaupa ódýra hótelpakka og eru ekkert að sligast undan verðinu á bjórnum og skyndimatnum, enda eru staðir sem selja slíkt legíó – ólíkt því sem áður var.

Samkvæmt reynslu minni af ferðalögum hefur ekki orðið meiri „græðgisvæðing“ á Íslandi en annars staðar. Samanburður getur líka verið villandi, Ísland hefur alltaf verið og mun alltaf verða dýrt – rétt eins og t.d. Noregur og Danmörk. Við verðum aldrei Kanarí.

 

Puerto-Rico-600x300

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur