fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Gott partí, fjárlög án aðhalds, en varla stöðugleiki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. september 2015 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatengillinn Andrés Jónsson segir að bjartsýni ríki á Íslandi, Mbl.is spyr hann um hvaða áhrif árangur íslenska fótboltalandsliðsins hafi:

Ég fer víða í viðskipta­líf­inu og það virðist vera mik­il bjart­sýni í fólki eft­ir sum­arið. Það er já­kvæð spenna í gangi og mörg fyr­ir­tæki eru að færa út kví­arn­ar,“ seg­ir hann bæt­ir við að ár­ang­ur landsliðsins leggi auk­in lóð á voga­skál­arn­ar. „Við höf­um séð að þegar hand­boltaliðinu geng­ur hvað best fer öll þjóðin í gleðivímu,“ seg­ir hann. „Þetta hleyp­ir blóði í okk­ur.“

Er þetta svo? Raunar er hæpið að árangur íþróttaliða færi fólki hamingju – nema þá mjög skammvinna. Skuldavandamál, áhyggjur vegna afkomu, persónulegir erfiðleikar hverfa ekki þótt þjóð sé sigursæl í íþróttum. Þetta er fremur eins og að lenda í góðu partíi, en svo heldur lífið áfram sinn vanagang.

En í dag voru lögð fram fjárlög sem eru þau fyrstu síðan í hruninu sem bera ekki einkenni aðhalds og niðurskurðar. Það eru ákveðin tímamót. Það er líkt og stjórnarandstaðan nái ekki almennilega færi á því að gagnrýna fjárlögin. Á sama degi berast fréttir um að kröfuhafar Glitnis muni greiða meira en 200 milljarða króna í ríkissjóð í stöðugleikaframlag svokallað. Ráðgert er að það fari í að borga skuldir ríkissjóðs. Mjög íþyngjandi vaxtagreiðslur lækka, vaxtakostnaðurinn 2014 var næstum 80 milljarðar króna.

Það er svosem ekki víst að ástandið í efnahagsmálunum fari versnandi þótt hægi á vextinum í Kína. Hagtölur frá evrusvæðinu eru ívið betri en búist var við og atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra í mörg ár. En það gæti brugðið til beggja vona og haft áhrif á Íslandi. Eins og stendur er þó rífandi gangur í íslenska hagkerfinu og fjárlögin bera merki þess. Það er hins vegar ansi langt í að hægt sé að segja að hér ríki stöðugleiki – sem hlýtur að vera markmiðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur