fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hversu raunhæft er að byggja stóran fótboltaleikvang?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. september 2015 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr knattspyrnuleikvangur er dálítið öðruvísi dæmi en Harpa – hús sem er vissulega rekið með tapi og verður það væntanlega áfram.

Formaður Knattspyrnusambandsins gaf reyndar dálítið falskan tón þegar hann talaði um að nú væri kominn tími til að byggja „menningarhús þjóðarinnar“. Var þetta endilega tilefni til að reyna einhverjar spælingar? Það er staðreynd að margfalt fleira fólk sækir menningarviðburði en íþróttaleiki og það er ekkert að fara að breytast. Harpa er troðfull marga daga á ári og þar fara líka fram fundir, ráðstefnur, veislur, sýningar og markaðir.

En nýr íþróttaleikvangur er áhugaverður – ekki bara vegna þess að með honum myndi aukast hættan á að hingað kæmu hljómsveitir eins og Rolling Stones og U2, eins og einn gárunginn sagði.

Ef við gerum ráð fyrir að leikvangurinn rúmi 20-25 þúsund gesti væri kannski hægt að fylla hann í örfá skipti á ári, þá líklega bara þegar knattspyrnulandslið karla leikur í undanriðlum Evrópu- eða Heimsmeistarakeppni. Slíkar tölur sjást aldrei þegar vináttulandsleikir eiga í hlut.

Deildarleikir í fótbolta draga vart til sín meira en tvö þúsund gesti að hámarki, og myndi varla breytast þótt þeir færu fram á slíkum glæsileikvangi. Helstu stjörnur í íslenskum fótbolta spila í útlöndum. Laugardalsvöllurinn, eins og hann er nú, virkar meira að segja hálftómur á bikarúrslitaleikjum. Aðsóknin þar er vel innan við fimm þúsund manns.

Í frétt sem birtist á Vísi segir að ekki væri víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir leikvang af þessu tagi. Hægt væri að reisa hann með svokallaðri „eignatryggðri fjármögnun“, þar sem fjárfestar og lífeyrissjóðir fengju hlutdeild í seldum miðum. Miðað við aðsókn á fótboltaleiki virðist þetta ekki sérlega raunsætt.

Daði Ingólfsson skrifar grein um þetta í Stundina og segir að líklega fyllist Laugardalsvöllurinn þrisvar á þessu ári, á besta tíma íslenskrar knattspyrnu fyrr og síðar, í leikjunum gegn Tékkland, Kashakstan og Lettlandi. Ekki oftar. Laugardalsvöllurinn rúmar nú að hámarki 9800 manns í sæti. Hann er rekinn með tapi. Eins og Daði bendir á eru tekjurnar sem kæmu af stækkuðum velli í raun ansi litlar – og varla eftir miklu að slægjast fyrir fjárfesta.

Segjum (til að tína allt með) að hagnaður af seldum varningi sé 500 krónur á hvern einasta sem er aukalega, þá væri það 500×15.200×3 = 22 milljónir. Samtals – til að rúnna aðeins, væri um aukalegar tekjur á ári um 200 milljónir króna. Taktu eftir Bjarni – ég er að tala um aukalegar tekjur, og gef ævintýralega forhönd, því samanlagðar tekjur af leikjum og mótum árið 2014 voru bara skitnar 15,3 milljónir samkvæmt ársskýrslu KSÍ (rekstrartekjur í heild þó 56 milljónir og tekjur af landsleikjum 40 milljónir)- þannig að hér er ég að reikna brjálæðislega þér í hag. Þess vegna reikna ég heldur ekki með auknum tekjum vegna tónleika eða annarra uppákoma, því það hverfur á mjög sanngjarnan hátt inn í þessa ofvöxnu og ofreiknuðu tölu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur