fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Versnandi fjárhagur sveitarfélaga – hver er skýringin?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. september 2015 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að sjá að stærstu sveitarfélög landsins standa höllum fæti fjárhagslega. Segir reyndar að fjárhagurinn hafi verið viðunnandi á tímanum þegar aðhaldsaðgerðir eftir hrunið fóru að hafa áhrif, en undanfarin ár hafi syrt í álinn.

Kröfurnar um þjónustu hafa ekki minnkað, nei, þær aukast fremur en hitt og sveitarfélögin taka við verkefnum frá ríkinu. 2011 var þjónusta við fatlaðra flutt til sveitarfélagana. Sveitarfélögin hafa gríðarlegan fjölda starfsfólks á sínum snærum, en það er seint hægt að segja að þau borgi einhver ofurlaun. Launahækkanir eru nefndar sem ein ástæðan fyrir versnandi rekstri. Arionbanka segir frá „kostnaðarþrýstingi“ í greiningu sinni og talar um að sveitarfélögunum sé „að vissu leyti vorkunn“. En einhvers staðar verið að bruðla?

Einhvern veginn er þetta mál – stórmál – sem við fáum aldrei að sjá í samhengi. Yfirleitt verður það fremur tilefni til pólitísks skæklatogs sem skýrir ekki neitt. En þarna eru þrjú stærstu sveitarfélögin á sama báti. Er þá hugsanlegt að sveitarfélögin hafi ekki nægar tekjur til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað – og borga mannsæmandi laun í leiðinni? Hvar væri hægt að hagræða? Gæti frekari sameining sveitarfélaga eða einföldun stjórnkerfisins verið eitt ráðið?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur