fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Frábær árangur, en það þarf betri búning og betri söng

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. september 2015 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frábær er árangur íslenska fótboltalandsliðsins sem er að fara í úrslit Evrópumótsins næsta sumar. Þetta er ótrúlega gaman. Og það er ekki amalegt að mótið skuli vera haldið í Frakklandi – það er stutt að fara og má gera ráð fyrir að fjöldi Íslendinga fylgi landsliðinu.

Og hinir horfa á sjónvarpi, hvort sem þeir eru staddir á Íslandi eða annars staðar. Landsliðið er komið á stóra sviðið. Sjálfur hef ég horft á flest stórmót í fótbolta í Grikklandi, allt síðan um aldamótin, og á ekki von á að það breytist.

En það er eitt sem mætti gera, mitt í fögnuðinum og svo undirbúningnum sem sjálfsagt verður mjög vandaður – að skipta um landsliðsbúning.

Sá sem nú er í notkun er ekki góður, eins og var talsvert rætt um í fjölmiðlum þegar hann var tekinn í notkun í fyrra.

Mætti jafnvel efna til samkeppni um fallegasta búninginn meðal fatahönnuða á Íslandi.

Og svo mætti kannski semja einhver skemmtileg hvatningarstef í stað þess sem hljómaði á leiknum í dag.

„Áfram í sland, áfram í sland….. óskiljanlegur, frumleg áhersla og harmræn lítil þríund,“ skrifaði tónfróður vinur minn á veraldarvefinn um þennan söng. Hann var meira að segja skrifaður upp svona:

 

11222148_1147910331891171_2891232067348591169_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur