

Frábær er árangur íslenska fótboltalandsliðsins sem er að fara í úrslit Evrópumótsins næsta sumar. Þetta er ótrúlega gaman. Og það er ekki amalegt að mótið skuli vera haldið í Frakklandi – það er stutt að fara og má gera ráð fyrir að fjöldi Íslendinga fylgi landsliðinu.
Og hinir horfa á sjónvarpi, hvort sem þeir eru staddir á Íslandi eða annars staðar. Landsliðið er komið á stóra sviðið. Sjálfur hef ég horft á flest stórmót í fótbolta í Grikklandi, allt síðan um aldamótin, og á ekki von á að það breytist.
En það er eitt sem mætti gera, mitt í fögnuðinum og svo undirbúningnum sem sjálfsagt verður mjög vandaður – að skipta um landsliðsbúning.
Sá sem nú er í notkun er ekki góður, eins og var talsvert rætt um í fjölmiðlum þegar hann var tekinn í notkun í fyrra.
Mætti jafnvel efna til samkeppni um fallegasta búninginn meðal fatahönnuða á Íslandi.
Og svo mætti kannski semja einhver skemmtileg hvatningarstef í stað þess sem hljómaði á leiknum í dag.
„Áfram í sland, áfram í sland….. óskiljanlegur, frumleg áhersla og harmræn lítil þríund,“ skrifaði tónfróður vinur minn á veraldarvefinn um þennan söng. Hann var meira að segja skrifaður upp svona:
