fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Reykjavík ein af vingjarnlegustu borgum heims

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. ágúst 2015 00:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík er í tíunda sæti yfir vingjarnlegustu borgir í heimi í vali hins fræga ferðatímarits Condé Nast. Þar segir að borgin beri þess fagurt vitni hvernig Íslendingum hafi tekist að búa um sig í heldur fjandsamlegu loftslagi með „djúpri tilfinningu fyrir menningu, gáfum, fágun og vingjarnlegheitum“.

Jú, þetta eru stór orð, en þarna segir líka að gestrisnin sé stórkostleg hvert sem farið er. Reykjavík sé líka „hip“ og íbúarnir hafi gaman af því að skemmta sér.

Aðrar borgir sem komast á þennan lista eru Auckland, Búdapest, Kyoto, Edinborg, Brügge, Kraká, Queenstown, Dublin og Sidney. Hún er talin vingjarnlegust.

En þarna eru líka valdar óvingjarnlegustu borgirnar og þá syrtir í álinn.

Á þeim lista eru Cannes, Jakarta, Moskva, Kairó, Nýja-Delhi, Nairobi, Guatemalaborg, Guangzhou, Casablanca og svo er það Caracas í Venesúela sem er valin óvingjarnlegasta borgin. Segir að hún hafi einu sinni verið skemmtileg og heimsborgaraleg, en nú einkennist lífið þar af glæpum, skorti og lélegum lífsgæðum. Þar sé engum tekið með opnum örmum.

 

9ee907f547-380x230_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk