fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Þegar Kaninn fór – og eitthvað brast

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. ágúst 2015 03:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt er nú meira rætt en ringulreiðina sem ríkir varðandi utanríkismál innan Sjálfstæðisflokksins. Á árum áður var staðfesta í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum helsti tilverugrundvöllur Sjálfstæðisflokksins. Viðkvæðið var að vinstri mönnum væri ekki treystandi fyrir utanríkismálum vegna þess að þeir myndu hleypa öllu í loft upp – og ógna sjálfri tilvist íslenskrar þjóðar.

Íslendingar skyldu eiga í vinsamlegum samskiptum við lýðræðisþjóðir í vestri, taka þátt í samstarfi þeirra, einkum og sérílagi Atlantshafsbandalaginu, og þannig væri sjálfstæði okkar tryggt. Það voru stofnuð samtök um þessa hugmynd, skrifaðir milljón dálksentímetrar í leiðurum Morgunblaðsins – þegar kom upp sú hugmynd, stundum kölluð aronska, að taka gjald fyrir herstöðina í Keflavík var því hafnað afdráttarlaust af forystu Sjálfstæðisflokksins, þótt sumir flokksmenn væru hallir undir þessa hugmynd. Þetta var villutrú sem varð að kveða niður. Tækifærismennska skyldi ekki líðast þegar öryggi þjóðarinnar væri annars vegar.

Nú eru uppi sterkar raddir innan Sjálfstæðisflokksins um að láta gömlu staðfestuna í utanríkismálum lönd og leið. Þarna fer fremstur í flokki Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins – maður sem þó lifði samkvæmt hugmyndinni um vestræna samvinnu þegar hann var forsætisráðherra – og svo er merkilegt að heyra núverandi formann flokksins, Bjarna Benediktsson, ljá máls á þessu. Nokkrir þingmenn hafa þó tekið sig til og áréttað að gömlu viðhorfin, staðfestan, sé enn í gildi, og það gerir líka Björn Bjarnason, sem lengi var helsti hugmyndafræðingur flokksins í utanríkis- og öryggismálum:

Jón Steinsson hagfræðingur orðar þetta svona:

Ég verð að segja að ég er ansi undrandi á því hversu margir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa snúið baki við vestrænni samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála (eða gefið því undir fótinn að við ættum að snúa baki við slíkri samvinnu). Krosstrén í stefnu Sjálfstæðisflokksins virðast vera að fúna og bresta hvert af öðru vegna þrýstings frá eigendum útgerðarfyrirtækja. Markaðshyggja var náttúrulega löngu farin. En að samvinna við vestræn lýðræðisríki á sviði öryggis- og varnarmála sé líka eitthvað sem menn eru tilbúnir að kasta fyrir róða er með hreinum ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess hvað Ísland á mikið undir því að stærri ríki ábyrgist öryggi okkar.

Ýmislegt kemur þarna til, andúð á ESB og þjónkun við hagsmuni stórútgerðarinnar. En í þessu sambandi má líka rifja upp hvílík gríðarleg sárindi það voru fyrir þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins að Bandaríkjamenn skyldu fara á brott frá varnarstöðinni í Keflavík, þrátt fyrir þrábeiðnir íslensku ríkisstjórnarinnar að þeir yrðu áfram, mikið tal um sérstakt samband Davíðs Oddssonar og Bushfjölskyldunnar – og afmælissönginn sem Davíð söng fyrir George W. Bush í Hvíta húsinu.

En allt kom fyrir ekki. Bandaríkjamenn fóru með herþotur sínar. Það er eins og eitthvað hafi brostið þá. Og síðan hafa Sjálfstæðismenn í raun ekki vitað hvernig þeir eiga að snúa sér í utanríkismálum. Helsti áhrifavaldurinn í þeim málaflokki hefur verið Ólafur Ragnar Grímsson – og nú er svo komið að Davíð Oddsson, fyrrum erkióvinur hans, er eiginlega kominn á band forsetans, gamla sósíalistans, og um leið nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur þegir þó þunnu hljóði um Rússlandsmálið, en hugsar ábyggilega sitt.

 

10906

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk