
Nú er brennivínið orðið svo dýrt að maður hefur ekki lengur efni á að kaupa sér skó.
Þessi fræga setning er höfð eftir Dodda, Þórði Guðjohnsen, þekktur gleðimanni í Reykjavík. Doddi var hvers manns hugljúfi, margir eiga góðar minningar um hann.
En staðreynd er að þeir sem eyða stórfé í að drekka áfengi láta oft undir höfuð leggjast að kaupa skó – ef svo má orða það.
Íslendingar voru reyndar fjarskalega illa skóaðir á árum áður, svo mjög að mörgum rann til rifja að sjá fótabúnað þjóðarinnar. Í Grimsby og Hull voru Íslendingar kallaðir „skinfeet“ eða „skinnfætlingar“, svo hræðilega illa voru þeir skóaðir.
En samkvæmt frétt sem birtist í DV er nú runnið upp slíkt góðæri að Íslendingar geta bæði leyft sér að kaupa brennvín og skó.