fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hví velur þetta fólk sér búsetu erlendis?

Egill Helgason
Föstudaginn 14. ágúst 2015 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmerkileg forsíða DV. Hví er allt þetta efnafólk skráð til heimilis í útlöndum?

Guðmundur Magnússon, blaðamaður og sagnfræðingur, skrifaði merka bók sem heitir Nýja Ísland, listin að týna sjálfum sér, sem kom út árið 2008. Að sumu leyti var eins og Guðmundur væri forspár í þeirri bók þar sem hann skrifaði um breytingar á íslensku samfélagi.

Nú skrifar hann á Facebook:

Minnir á selstöðuverslunina gömlu. Svo hét það á 19. öld þegar danskir auðmenn – og reyndar einnig íslenskir – ráku hér verslun og útgerð en dvöldust meginpart ársins í Danmörku þar sem lífið var þægilegra fyrir þá. Hér voru á þeirra snærum búðarþjónar og snúningamenn ýmsir. Fróðlegt væri að vita hvað það er sem veldur því að þetta fólk kýs að búa erlendis meirihluta ársins þó að það standi fyrir umsvifamiklum rekstri hér. Í blaðinu kemur fram að margir greiða ekki skatta hér – en nýta sér þó væntanlega opinbera þjónustu, svo sem heilbrigðiskerfið, þegar hentar. Var þetta fólk að flýja auðlegðarskattinn meðan hann var? Eða eitthvað annað? Hvað skýrir þetta?

 

24db69152ab9d2c735fc6351f4c2632a

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk