fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 7 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

Fjölnir – 7. sæti
Ólafur Páll Snorrason er nýr þjálfari í Grafarvoginum og hann skellir sér út í djúpu laugina. Ólafur var aðstoðarþjálfari FH í eitt ár en er nú mættur í Grafarvoginn þar sem hann var áður spilandi aðstoðarþjálfari. Fjölnir hefur litið vel út í vetur og liðið gæti komið á óvart í sumar. Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson hafa snúið aftur heim eftir stutta dvöl í Kaplakrika. Þeir eiga að styrkja Fjölnis mikið og koma með hugarfar sigurvegarans í hópinn. Almarr Ormarsson á einnig að styrkja liðið mikið. Í Grafarvogi hefur vantað örlítið upp á stemminguna og hún þarf að vera í lagi svo liðið nái flugi.

Lykilmaður – Bergsveinn Ólafsson
X-faktor – Birnir Snær Ingason
Þjálfari – Ólafur Páll Snorrason

Komn­ir:
Berg­sveinn Ólafs­son
Guðmund­ur Karl Guðmunds­son
Almarr Ormars­son
Arn­ór Breki Ásþórs­son
Sig­urpáll Mel­berg Páls­son

Farn­ir:
Lin­us Ols­son
Fredrik Michal­sen
Mees Juni­or Siers
Marcus Sol­berg í Vend­syssel
Boj­an Stefán Lju­bicic
Ivica Dzol­an
Gunn­ar Þór Guðmunds­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433
Fyrir 19 klukkutímum

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Í gær

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?