fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
433Sport

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 12 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Víkingur – 12. sæti
Ef aðeins á að taka mið af vetrinum þá er ljóst að Víkingur mun falla úr Pepsi-deildinni, leikur liðsins hefur verið slakur og úrslitin sömuleiðis. Misjafnar sögur berast úr Víkinni um stemminguna í kringum liðið en Logi Ólafsson er áfram skipstjóri í brúnni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins en Sölvi Geir Ottesen sneri heim í Víkina eftir langa dvöl í atvinnumennsku. Hann þarf að koma inn í mótið í toppstandi til að varnarleikur Víkings verði með besta móti. Leikmannahópur Víkings er hæfileikaríkur en mikið þarf að breytast frá vetrinum svo ekki fari illa.

Lykilmaður – Alex Freyr Hilmarsson
X-faktor – Atli Hrafn Andra­son
Þjálfari – Logi Ólafsson

Komn­ir:
Atli Hrafn Andra­son (Láni)
Sölvi Geir Ottesen
Rick ten Voor­de
Jörgen Rich­ardsen
Gunn­laug­ur Hlyn­ur Birg­is­son
Hall­dór J. S. Þórðar­son
Sindri Scheving

Farn­ir:
Geof­frey Castilli­on
Ívar Örn Jóns­son
Kristó­fer Páll Viðars­son
Vikt­or Bjarki Arn­ars­son
Veig­ar Páll Gunn­ars­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Yrði glaður ef eiginkonan færi frá sér: Hún er brjáluð og lætur fréttamenn heyra það

Yrði glaður ef eiginkonan færi frá sér: Hún er brjáluð og lætur fréttamenn heyra það
433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjóri Arons á leið til Argentínu í jarðaför Sala

Stjóri Arons á leið til Argentínu í jarðaför Sala
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kostuleg saga af Óla Stef: Hélt að Árni væri frá Skotlandi – ,,Af hverju talar þú alltaf við mig á ensku?“

Kostuleg saga af Óla Stef: Hélt að Árni væri frá Skotlandi – ,,Af hverju talar þú alltaf við mig á ensku?“