fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Oxfam og íslensku spekingarnir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 23:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

logo oxEnn fer mikil umræða fram á netinu um skýrslu mannúðarsamtakanna Oxfam sem sumir vilja meina að sé varla pappírsins virði en aðrir að þetta segi heilmikið um misskiptingu auðs í heiminum og hún sé frekar að aukast en hitt. Þannig sýndi skýrslan að 8 ríkustu mennirnir ættu jafn mikinn auð og allur fátækari helmingur mannkynsins. Um þetta segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, meðal annars: „Gæfu þeir fé sitt væri hægt að útrýma fátækt í heiminum.“

Á eftir fara vangaveltur íslenskra manna sem virðast frekar vera til hægri, þannig skrifar Erlendur Magnússon á fésbókarsíðu sína:

Rökvillan er að horft er á nettó eignir í stað lífsgæða eða tekna. Þannig teljast til fátækari helmingsins svo til allir hvítvoðungar heimsins (eignalausir og skuldlausir) svo og fólk nýútskrifað úr bestu háskólum heims á síðustu árum, því það er algengara en ekki að á þeim tíma í lífinu skuldi menn meira en þeir eiga (það á janvel við hátekjufólk í þeim hópi) – þessir háskólaborgarar eru því skv. skilgreiningu Oxfam fátækari en sjálfsþurftarbændur í Afríku, sem eiga lítið en skulda ekkert.

Þegar þessir 8 ríkustu menn heims eru skoðaðir, má sjá að þeir hafa ekki orðið ríkir af ofurlaunum, heldur er auður þeirra að mestu til kominn vegna þess að þeir stofnuðu fyrirtæki sem hafa vaxið og orðið verðmætari vegna mikils áhuga stórs hluta jarðarbúa á þeim vörum eða þeirri þjónustu sem þau veita.

Hann bendir á að auður þessara einstaklinga hafi rýrt lífsgæði annarra íbúa jarðarinnar. Sem er vangavelta sem víða er komið inná í spjalli um málið, einsog Gísli Freyr Valdórsson bendir á: „Ef allir myndu t.d. hætta að nota facebook í dag, yrði Zuckerberger fátækari í þeim skilningi (tæki nokkra mánuði). En yrðum við ríkari?“

Andríki kemur inní umræðuna og síðan sýn frá vinstri

Vefsíðan Andríki tók umræðu Erlendar til umfjöllunar og spurði hvort svarið væri aðeins hærri skattar? En höfundur textans bætir við: „Er ekki megin málið að hinir fátæku geti bætt stöðu sína? Og það hafa þeir svo sannarlega gert á undanförnum áratugum. Meðal annars vegna þess að ýmsir menn hafa auðgast mjög á því að færa fólki nýja og ódýra tækni sem nýtist því til að afla sér upplýsinga, menntunar og viðskiptatækifæra.

Enn fara fram umræður á fésbók um málið á síðu Gunnlaugs Jónssonar út frá þessum statusi hans:

Heiðar Már Guðjónsson
Heiðar Guðjónsson

Skemmtilegt hvað fréttir af skýrslu Oxfam hafa dregið fram hversu nákvæm lýsing Heiðars Guðjónssonar var á því sem kallað er „zero-sum mentality“ (þeirri meinloku að hagnaður eins sé tap annars). Fólki, sem hefur sýnilega tekið þátt í að skapa mikil verðmæti, er t.d. líkt við marglyttur sem hafi dregið að sér æti frá öðrum!

Fegurð frjáls markaðar felst í því hvernig hann eykur skilvirkni – gerir meira með minni auðlindir. Niðurstaðan er sú að miklu fleiri njóta miklu meiri lífskjara en nokkru sinni í sögu mannkyns. Það er raunveruleikinn og tiltölulega auðvelt að sannreyna.

Gaman er t.d. að rifja upp spár frá því fyrir hálfri öld um að auðlindir jarðar myndu ganga til þurrðar á áttunda áratugnum. Síðan þá hefur mikill fjöldi komist úr fátækt, enda nýting auðlinda stórbatnað.

Það sem hefur tekið verðmætin af fátæku og litlu „marglyttunum“ er einmitt jafnaðarstefnan og þar batna lífskjörin hraðast þar sem samfélög eru að jafna sig eftir hörmungar hennar.

Hér á eftir eru síðan linkar á sýn á málið vinstra megin, annarsvegar á Kjarnanum frá Þórði Snæ 2016 og hinsvegar frá Jóhanni Páli á Stundinni en greinin er nýkomin út. Báðir höfundar færa umræðuna um Oxfam til Íslands og horfa á íslenskar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum