fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Benedikt kominn á fullt í einkavæðingu bankanna: Ríkið eigi ekki lengur meirihluta bankakerfisins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. febrúar 2017 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur útbúið drög að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki og er umsagna um stefnuna óskað.

Eigandastefna fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhluti í, og Bankasýsla ríkisins fer með samkvæmt lögum, var sett fram árið 2009 og tók þá til nýju viðskiptabankannna þriggja og nokkurra sparisjóða sem þá voru að hluta til í eigu ríkissjóðs. Hún gildir nú fyrir fjögur fjármálafyrirtæki: Landsbankann, Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóð Austurlands.

Eigandastefnan endurspeglaði stöðuna eftir endurreisn fjármálakerfisins og aðstæður í ríkisfjármálum og á fjármálamarkaði á þeim tíma. Staða hagkerfisins og ríkisfjármála er nú gjörbreytt til hins betra.  Einnig hefur eignarhald ríkisins í fjármálafyrirtækjum tekið grundvallarbreytingum og á ríkið nú meirihluta bankakerfisins. Þá hefur Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gefið út nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti ríkisfyrirtækja. Því er orðið tímabært að uppfæra eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins, segir í drögum að stefnunni.

Samkvæmt þeim falla niður ýmsar áherslur sem mótaðar voru í kjölfar endurreisnar fjármálakerfisins.  Í stað þeirra er lögð áhersla á að fjármálafyrirtæki veiti viðskiptavinum sem skilvirkasta þjónustu og tryggi ásættanlega arðsemi. Skerpt er á ákvæðum um stjórnarhætti, upplýsingagjöf, gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Undirstrikuð er sú skylda stjórna að fara að ákvæðum eigandastefnunnar og upplýsa eiganda í þeim tilvikum sem slíkt er ekki talið hægt eða ef stjórn verður þess áskynja að ekki hefur verið farið eftir þeim.

Skilgreind eru markmið um einstök fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins og eignarhald þeirra:

Landsbankinn hf. (98,2% eignarhlutur ríkisins)

  • Stefnt er að því að ríkissjóður eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, til langframa í því skyni að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins og tryggja nauðsynlega innviði þess.
  • Eignarhlutur ríkisins í bankanum verði að öðru leyti seldur á næstu árum þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi og jafnframt verði stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað.

Íslandsbanki hf. (100% eignarhlutur ríkisins)

  • Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi.
  • Ríkið eignaðist 100% í Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis við uppgjör slitabúsins. Eignarhald ríkisins á Íslandsbanka byggist á lögum nr. 60/2015, um stöðugleikaskatt, og skal því arðgreiðslum og söluandvirði bankans ráðstafað til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs.

Arion banki hf. (13% eignarhlutur ríkisins)

  • Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi og mun salan að öllum líkindum eiga sér stað í tengslum við sölu meirihlutaeigandans og skráningu bankans á hlutabréfamarkað.
  • Ríkissjóður á um 84 ma.kr. skuldabréf á Kaupþing ehf. með veði í 87% hlut í Arion. Verði skuldabréfið ekki greitt lok janúar 2018 færist Arion banki að öllu leyti til ríkisins. Einnig er í gildi ábataskiptasamningum sem felur í sér greiðslur til ríkissjóðs seljist Arion banki á tilteknu verði.

Sparisjóður Austurlands hf. (49,5% eignarhlutur ríkisins)

  • Stefnt er að því að selja allan eignarhlut ríkisins um leið og hægt er enda ekki markmið ríkisins að vera eigandi sparisjóðsins til langframa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?