fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Eyjan

Markaðsvirði lyfjafyrirtækisins Teva hrynur: Stjórnin lætur forstjórann líka taka pokann sinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Óli var áður forstjóri Acatvis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson var stjórnarformaður. Það rann síðar inn í Teva, en Björgólfur Thor á lítinn hlut í því félagi.

Alþjóðlegi lyfjarisinn Teva tilkynnti í morgun um umfangsmiklar skipulagsbreytingar. Forstjóri samstæðunnar lætur af störfum, þar sem stjórn fyrirtækisins telur hann ekki njóta trausts fjárfesta, en hlutabréf félagsins hafa hríðfallið á mörkuðum að undanförnu.

Sigurður Óli Ólafsson sem var forstjóri samheitalyfjasviðs fyrirtækisins var nýlega látinn taka poka sinn, en félagið tók yfir rekstur íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis fyrir skemmstu.

Hlutabréf lyfjafyrirtækisins Teva halda áfram að falla og hafa þau nú lækkað um tæplega helming á síðustu 12 mánuðum. Teva er í hópi stærstu lyfjafyrirtækja heims og hefur vaxið mikið í gegnum skuldsettar yfirtökur.

Rekstur fyrirtækisins hefur ekki staðist væntingar fjárfesta ef marka má viðbrögð fjárfesta. Þrátt fyrir mikinn vöxt hefur markaðsvirði þess lækkað um rúmlega 30 milljarða bandaríkjadala eða um ríflega 3,400 milljarða íslenskra króna.

Frétt Reuters um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn