fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Seðlabankinn kaupir 90 milljarða króna á 137,5 krónur á evru

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.

Seðlabanki Íslands er búinn að semja við eigendur aflandskróna um kaup á 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru, en almennt gengi í dag á evru eru í kringum 114 krónur. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljarðar króna í lok febrúar, eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn mun fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Í dag voru gerðar breytingar á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál en þær munu ekki hafa áhrif á heimildir aflandskrónueigenda.

Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,

segir í tilkynningu Seðlabankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?