fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Guðlaugur við Telegraph: „Það verða engir sigurvegarar ef við setjum upp tollamúra“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 21. apríl 2017 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það hag bæði Evrópusambandsins og Bretlands ef fríverslun héldi áfram í núverandi ástandi. Guðlaugur Þór hefur verið á ferðalangi um Evrópu undanfarið, hefur hann meðal annars heimsótt Brussel og Berlín, sem og að funda með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands.

Sagði Guðlaugur Þór í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að það myndi hafa slæm áhrif ef Evrópusambandið myndi reyna að refsa Bretum fyrir að yfirgefa sambandið með því að setja upp tollamúra:

Það verða engir sigurvegarar ef við setjum upp tollamúra. Ég held að það sé augljóst að það eigi að halda uppi merki fríverslunar í Evrópu, líkt og staðan var fyrir.

Kallaði Guðlaugur Þór eftir meiri sveiganleika frá Brussel:

Það eru nú samstarf á mörgum sviðum í Evrópu, ESB, EES, EFTA, Schengen, evran, NATO, það er eðlilegt að ef ein þjóð vill yfirgefa eitt af þessum samstarfsvettvöngum en vill halda áfram á öðrum þá yrði það í hag allra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“