fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Eftirspurn að minnka – Ferðamenn viðkvæmari fyrir verðinu

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. júní 2017 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Fjaðrárgljúfur. Mynd/Getty

Eftirspurn eftir hótelherbergjum og ferðamenn eru farnir að vera viðkvæmari fyrir verðinu, þetta segir Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hótelkeðjunnar Center Hotels í samtali við Morgunblaðið í dag. Segir hún að sumrin séu alltaf góður tími í ferðaþjónustu en styrking krónunnar hafi áhrif og nú séu ferðamenn farnir að verða viðkvæmari fyrir verðinu en áður. Segir Eva að hluti gæti skýrst af meiri framboði á hótelherbergjum sem og Airbnb gistingu:

Hluti af minni eft­ir­spurn skrif­ast líka á að fram­boð á bæði hótelherbergjum og leyf­is­lausri Airbnb-gistingu hef­ur auk­ist,

segir Eva. Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri Icelandair Hótel Hérað á Egilsstöðum segir að síðasti vetur hafi verið með rólegasta móti, Auður Anna hefur starfað þar í tvo áratugi og segir hún að það sé vöntun á Íslendingum:

Það er mjög dýrt að fljúga hingað, en dýrasta flugfarið kostar um 50 þúsund krónur fram og til baka. Fyrirtæki virðast til dæmis frekar fara til útlanda með árshátíðir og fundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi