fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 17. nóvember 2017 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?

 

„Já við erum að horfa til þess að í Svíþjóð þá er málefni eldri borgara undir sérstökum hatti ráðherra sem fer með þeirra mál. Okkur finnst líka tímabært, miðað við hvað hefur gengið á undanfarin ár þar sem staða fólks hefur farið versnandi að við þurfum ekki að eiga samtal við mörg ráðuneyti um okkar mál, heldur verði eitt ráðuneyti sem hafi einhverja yfirsýn yfir málaflokkinn. Og þannig viljum við standa vörð um þessa baráttu. Við sendum þessa áskorun á stjórnarmyndunarviðræðuhópinn og vonandi fáum við einhver svör,“

segir Þórunn.

En hvaða flokki af þessum þremur treystir hún best fyrir embættinu ?

„Meðan við vitum ekki hvaða fólk ræðst í hvern stól vil ég lítið segja um það. Hinsvegar hafa Vinstri græn ákveðna þekkingu í þessum málum og þá veit ég að Bjarni Ben hefur verið ´yfirheyrður´ af hópi eldra borgara innan Sjálfstæðisflokksins, með Halldór Blöndal í fararroddi, varðandi þessi mál. Við berum ekki eins mikið traust til Framsóknarflokksins þar sem Eygló Harðardóttir setti lög um almannatryggingar um síðustu aldamót, þar sem frítekjumark atvinnutekna eldri borgara var lækkað í 25.000 krónur. Það var engin sátt um það.“

 

Þá segir í tilkynningu frá samtökunum:

„Fólki á aldrinum 67 ára og eldra mun fjölga um rúmlega 20.000 manns fram til ársins 2030, eða um
53% frá því sem nú er. Þetta er svipuð þróun og orðið hefur í öðrum Evrópulöndum, þar sem
stjórnvöld hafa, til dæmis í Póllandi, gert áætlanir um hvernig fjölguninni skuli mætt. Svíþjóð hefur
farið þá leið að skipa sérstakan ráðherra öldrunarmála. Það er löngu tímabært að þessi mál verði
tekin fastari tökum hér á landi en verið hefur. Það er góð leið til þess, að fela sérstökum ráðherra
þennan málaflokk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“