fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 17. nóvember 2017 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar frá 1991-1994 en Jóhanna tapaði frægum formannsslag gegn Jóni í Alþýðuflokknum árið 1994, þar sem hún sagði svo eftirminnilega: „Minn tími mun koma.“

 

 

Jóhanna sagðist í þættinum aðeins einu sinni hafa upplifað að vera svikin af karlmanni í pólitík, en það var af Jóni Baldvin árið 1993 er þau voru saman í ríkisstjórn.:

„Ég myndi ekki nota það orð nema í eitt skipti, gagnvart Jóni Baldvin. Mér fannst hann svíkja loforð þegar ég leyfði mér, eftir að hafa unnið mjög mikið í nokkur ár, að fara til útlanda með sonum mínum tveimur. Við gengum frá því áður en ég fór að hann myndi ekki fara í ráðherraskipti sem þá stóðu til. Það voru tveir ráðherrar að hætta, þeir Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason, því ég vildi og hafði mikinn áhuga á að Rannveig Guðmundsdóttir kæmist að og hann lofaði því að gera ekkert í málinu fyrr en ég kæmi til baka eftir hálfan mánuð. En ég var varla farin af landinu þegar hann byrjaði að undirbúa sinn ráðherrakapal eins og hann vildi hafa hann og það kallaði ég svik,“

sagði Jóhanna í Kastljósinu.

Um samskipti sín við Jón Baldvin og samherja í pólitík sagði hún þetta:

„Við Jón Baldvin í gegnum árin höfum tekist á, hann var sjálfur að hóta í sumum málum, þannig að ég var nú ekki ein um það, þótt það birtist þannig á foríðum blaðanna. -/- Það voru oft erfið samskipti við suma þingmenn VG eins og Jón Bjarnason. En það er allt í lagi að eiga við andstæðinga í pólitík, það er auðvitað sjálfsagt. En mér finnst það verra þegar að ég þarf að eyða tíma og mikilli orku í þá sem eiga að vera manni samferða í ríkisstjórn.“

Eyjan hafði samband við Jón Baldvin sem er staddur í Þýskalandi og hafði ekki séð þáttinn.

Hann vildi ekki tjá sig varðandi ummælin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar