fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Dáðasta fólk heims árið 2018: Angelina Jolie og Bill Gates á toppnum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates og Angelina Jolie eru efst á lista yfir þá einstaklinga sem fólk dáist mest að samkvæmt árlegri könnun YouGov.

Þetta er þriðja árið í röð sem þau eru efst á listanum, eftir að honum var skipt í tvennt eftir kven- og karlkyni árið 2015. Á listanum eru 20 konur og 20 karlar, sem valin eru eftir netviðtölum við 37 þúsund einstaklinga í 35 löndum.

Á eftir Gates koma Barack Obama, Jackie Chan og Xi Jinping, en Michelle Obama og Oprah Winfrey koma á eftir Jolie.

Meirihluti kvennanna á listanum kemur úr skemmtanaiðnaðinum: Taylor Swift, Madonna, Priyanka Chopra, Liu Yifei og Gal Gadot. Þekktar stjórnmálakonur, eins og Hillary Clinton og Angela Merkel, ná þó inn á topp tíu.

Á karlalistanum eru viðskiptajöfrar og íþróttamenn áberandi; Elon Musk, Christiano Ronaldo, Lionel Messi, Warren Buffet og David Beckham. Auk Obama má þó sjá fleiri stjórnmálamenn; Xi Jinping, Vladimír Pútín og Donald Trump.

Á meðal hástökkvara frá síðasta ári eru Emma Watson, sem var í því þrettánda í fyrra og er nú í sjötta sæti, og Taylor Swift, sem var í því fjórtánda og er nú í níunda.

Í könnun YouGov má einnig sjá hvernig vinsældir einstaklinganna skiptast eftir löndum og sem dæmi þá er David Attenborough dáðastur karla í Bretlandi, á meðan Elísabet drottning er dáðust kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður