fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Halldóra hættir hjá Barnavernd Reykjavíkur

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir í lok júní. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Halldóra vildi ekki tjá sig um ástæður þess að hún sé að hætta, en Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði borgarinnar, sagði að starfslokin tengdust fyrirhuguðum breytingum á barnaverndarstarfi í borginni.

Líkt og DV hefur greint frá var Guðmundur Ellert Björnsson stuðningsfulltrúi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur handtekinn í janúar grunaður um að hafa brotið gegn minnst sjö börnum. Þolendur og ættingjar þeirra hafa fullyrt við fjölmiðla að lögreglu og Barnaverndar hafi verið tilkynnt um brot Guðmundar en ekkert hafi verið aðhafst.

Sjá einnig: Guðmundur Ellert – Í varðhaldi með barn á leiðinni

Sjá einnig: Skipulagði vændisstarfsemi meðfram starfi hjá Barnavernd

Í nóvember í fyrra var Alexander Manrique Elíasson handtekinn fyrir að hafa skipulagt umfangsmikla vændisstarfsemi á meðan hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi