fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Ellert: Í varðhaldi með barn á leiðinni

Lögreglan og Barnavernd harðlega gagnrýnd – Þolandi sagði honum að leita sér hjálpar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 06:00

Guðmund Ellert Björnsson. Skjáskot af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vann í sjálfum mér. Lokahnykkurinn í bataferlinu var að leggja fram kæru. Mín barnslega trú var að ef ég kærði myndi hann ekki sleppa ef annar þolandi myndi stíga fram. Samt slapp hann, slapp við að missa vinnuna. Það er ótrúlegt og á ekki að geta gerst.“

Þetta segir ungur maður sem kærði Guðmund Ellert Björnsson, starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur. Guðmundur, sem hefur unnið með börnum og unglingum í tvo áratugi, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt skjólstæðing stofnunarinnar kynferðisofbeldi. Ungi maðurinn er nákominn ættingi og segir að Guðmundur hafi brotið á honum frá 9 ára aldri þar til hann varð 15 ára. Þá kveðst systir mannsins hafa látið Barnavernd vita að meintur níðingur starfaði fyrir stofnunina. Tveimur árum síðar greindi móðir annars ungs manns tveimur lögregluþjónum frá því að Guðmundur Ellert hefði brotið á syni hennar á hrottalegan hátt. Í samtali við DV segir konan að hún hafi greint lögreglumönnunum frá hvar Guðmundur starfaði.

Þolendur og ættingjar þeirra hafa fullyrt við fjölmiðla að tilkynnt hafi bæði verið til lögreglu og Barnaverndar að Guðmundur væri grunaður um skelfilegt ofbeldi. Þrátt fyrir þessar viðvaranir starfaði Guðmundur áfram eins og ekkert hefði í skorist þar til í vikunni að hann var loks úrskurðaður í gæsluvarðhald. Guðmundur var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar og átti þar heimili. Hann svaf því með fullt hús af börnum sem komu frá brotnum heimilum. Þá hefur frændi Guðmundar einnig kært hann og sakar hann um að hafa beitt hann ofbeldi á heimili félagsþjónustunnar.

Fram hefur komið að Guðmundur var einnig kærður í ágúst 2017. Sævar Þór Jónsson, lögmaður annars pilts sem hefur kært Guðmund, kveðst hafa rekið á eftir kærunni við yfirvöld. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sagt að ekki hafi verið mögulegt að sinna málinu vegna annríkis. Hefur lögregla verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Þá er málið enn eitt hneykslismálið sem upp er komið hjá Barnavernd.

Samfélagið hefur leikið á reiðiskjálfi eftir að málið komst í hámæli og á venjulegur leikmaður erfitt með að átta sig á hvernig maður grunaður um jafn skelfileg brot hafi fengið að starfa óáreittur með börnum og stýra heimilum þar sem brotin börn eiga sitt skjól.

DV hefur rætt við þolendur og ættingja sem og leitað svara hjá yfirvöldum og stofnunum sem hafa bent á hvert annað. Lögreglustjóri hefur nú viðurkennt að alvarleg mistök hafi átt sér stað og að læra þurfi af þessu skelfilega máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd