Skipulagði vændisstarfsemi meðfram starfi hjá Barnavernd

Alexander lét skjólstæðinga stofnunarinnar vita af óboðuðum heimsóknum

Alexander Manrique Elíasson, sem liggur undir grun um að hafa skipulagt vændisstarfsemi í íbúð við Fiskakvísl í Ártúnsholti, hóf skipulagningu starfseminnar á meðan hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þetta herma öruggar heimildir DV. Alexander hætti störfum hjá hinni opinberu stofnun í apríl á þessu ári en hálfu ári síðar var hann handtekinn ásamt eiginkonu sinni í tengslum við rannsókn málsins.

Þá höfðu þrjár stúlkur frá Perú selt blíðu sína í nokkrar vikur í íbúðinni sem var leigð á nafni Alexanders. Við húsleit var lagt hald á tölvur, síma og um þrjár milljónir króna í reiðufé.

Alvarleg trúnaðarbrot í starfi

DV hefur heimildir fyrir því að Alexander hafi haft uppi háleitar hugmyndir um starfsemina. Hann ætlaði að leggja undir sig íslenska vændismarkaðinn. Meðal annars lét hann búa til nafnspjöld sem auglýstu starfsemina og var ætlunin að dreifa þeim sem víðast meðal þeirra sem hafa áhuga á að nota slíka þjónustu. Samkvæmt heimildum DV hefur lögregla það til rannsóknar að fleiri en Alexander tengist skipulagningu vændisstarfseminnar og beinist sú rannsókn út fyrir landsteinana.

[[F549CB13B5]]

Alexander gerðist sekur um alvarleg trúnaðarbrot í starfi sínu fyrir Barnavernd Reykjavíkur. Herma heimildir DV að hann hafi reynt að koma sér í mjúkinn hjá hjónum sem þekkja vel til í íslenska vændisheiminum. Hjónin voru undir smásjá barnaverndaryfirvalda.

DV hefur heimildir fyrir því að Alexander hafi látið hjónin vita um óboðaðar eftirlitsferðir stofnunarinnar á heimili þeirra sem og upplýst þau um hverjir hefðu tilkynnt þau til Barnaverndar. Blaðamaður DV hafði samband við umrædd hjón en neituðu þau því staðfastlega að slík atburðarás hefði átt sér stað. Því næst slitu þau samtalinu.

Lesa má nánar um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.