fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Rúna: „Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. maí 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar.

Rúna Sævarsdóttir.

Amma mín var súperkona eins og margar aðrar ömmur. Hún þvoði lengi vel þvottinn af börnunum sínum níu í læk skammt frá bænum sem þau bjuggu. Það var alltaf veisla þegar gesti bar að garði og ein af mínum uppáhalds minningum af ömmu er einmitt þegar ég elti hana inn í búr til að fylgjast með henni raða öllum kökunum fallega á diska. Það skipti ekki máli hvert tilefnið var, alltaf svignaði borðið undan veitingum.

Mér finnst ekki alltaf mikið til mín koma þegar ég hugsa um hvað amma var hörkudugleg kona. Mínir gestir eru heppnir ef ég finn kexpakka sem ég get hent á borðið og þó ég sé blessunarlega laus við að þvo þvottinn í höndunum hefur víst komið fyrir að ég hafi þurft að setja vélina aftur (…og aftur) af stað með sama þvotti vegna þess að ég hef gleymt eða hreinlega ekki nennt að taka úr henni! Dóttir mín er iðulega í sitthvorum sokknum og það hefur alveg komið fyrir oftar en einu sinni að það sé morgunkorn í kvöldmatinn. Ég er nokkuð viss um að ég sé ekki ein um að ásaka sjálfa mig fyrir að vera ekki fyrirmyndarhúsmóðir. En krakkar mínir, án þess að gera lítið úr konum fyrri tíma þá held ég að nútímakonan sé hreint ekki síðri súperkona en ömmur okkar voru.

Í dag eru verulega breyttir tímar. Konur sinna ekki aðeins heimilinu og barnauppeldinu heldur erum við komnar með alls konar hlutverk fyrir utan heimilið líka. Þó að hlutverk karla hafi líka breyst og þeir farnir að taka meiri þátt í heimilishaldi er raunin sú að í flestum tilfellum falla þessi hlutverk enn að mestu leyti í verkahring kvenna. Þó að nútíma þægindi auðveldi heimilisverkin til muna er enn á miklu að taka. Átta tíma vinnudagar (eða meira), skutla hingað og þangað með börnin í frístundastarf, líkamsrækt (til þess að passa inni í staðalímyndina) og fleira getur tekið sinn toll af heimilisstörfunum sem hlaupa ekkert frá manni þó maður eyði stærstum hluta dags utan heimilisins.

Áður en við förum að rífa okkur niður fyrir að vera ekki jafn duglegar og ömmur okkar voru ættum við að hugsa einmitt um þetta. Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina, krakkinn er í sokkum þótt þeir séu af sitt hvorri sortinni og hafa ber í huga að suma daga telst það bara hellings afrek að henda morgunkorni í skál og hella mjólk yfir!


Pistillinn birtist fyrst á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“