fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Meghan Markle opnar sig loksins um samband sitt við Harry prins

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 6. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Harry prins og Meghan Markle aðalleikkonu þáttanna Suits hefur verið mikið á milli tanna fólks síðan þau fóru að sjást saman, en parið hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla. Markle prýddi nýjustu forsíðu Vanity Fair blaðsins og leysti loksins frá skjóðunni í einlægu viðtali.

„Við erum í sambandi og við erum ástfangin. Ég geri mér grein fyrir því að einn daginn munum við þurfa að koma fram og kynna okkur saman en einmitt núna er þetta okkar tími og ég vona að fólk skilji það. Við erum hamingjusöm,“ segir Markle og vonast til þess að fá örlítinn frið með sínum heittelskaða, en fjölmiðlar hafa elt þau á röndum síðustu mánuði. Þrátt fyrir að Markle lesi ekkert sem birtist í fjölmiðlum sjálf þá viðurkennir hún að það geti tekið á að fá svona mikla athygli.

„Þetta er áskorun, og kemur í bylgjum – sumir dagar eru erfiðari en aðrir. En ég hef mikið stuðningsnet í kringum mig og að sjálfsögðu stuðning kærasta míns.“

Meghan Markle og Harry prins í Jamaica / Mynd E!online

Markle segir að þau séu virkilega hamingjusöm og ástfangin og að þau hafi náð að fara leynt með sambandið fyrstu sex mánuði sambandsins áður en það komst í fréttirnar.

„Það hefur ekkert breyst hvað mig varðar, ég er enn þá sama manneskja og ég hef alltaf verið og ég hef aldrei skilgreint sjálfa mig eftir þeim samböndum sem ég hef verið í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.