fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Krummi og Halldór eru LEGEND – „Platan var í hausnum á mér í meira en 15 ár“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega gaf tvíeykið LEGEND út sína aðra plötu Midnight Champion. Platan verður fáanleg á tvöföldum lituðum vínil, geisladisk og kassettu í öllum helstu plötuverslunum á Reykjavíkur svæðinu í byrjun nóvember og tónleikaferðalög eru framundan hjá sveitinni að kynna plötuna.

„Ég var búinn að vera með þessa plötu í hausnum á mér í meira en fimmtán ár. Það segir þér kannski ekki mikið en það var allt lagt í þessa plötu,“ segir Krummi Björgvinsson. „Það er engu sparað varðandi lagasmíði, textagerð, útsetningar, upptökur, hljóðblöndun og plötukápu.“

LEGEND er tvíeyki Krumma og Halldórs Á. Björnssonar. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu Fearless árið 2012 á Íslandi við góðar undirtektir. Í kjölfarið gerði bandið samning við kanadíska plötufyrirtækið Artoffact Records sem gaf út plötuna á heimsvísu. Midnight Champion er önnur plata sveitarinnar og kom út á Artoffact 13. október og er einnig gefin út á heimsvísu. Trommarinn Frosti Jón Runófsson gekk til liðs við bandið árið 2013 og spilar á Midnight Champion. Live bandið samanstendur af Bjarna Sigurðarsyni á gítar (Mínus), Frosti Jón á trommur (Klink) og Hálfdán Árnasyni á bassa. LEGEND hefur verið iðin við það að spila erlendis síðan fyrsta platan kom út og hefur bandið eignast mjög sterkan og breiðan aðdáendahóp um allan heim og þá helst í Þýskalandi og Norður-Ameríku.

„Það eru tónleikaferðalög framundan hjá sveitinni að kynna plötuna. Stífar æfingar, sköpunargleði og sjálfviljugur skilningur á hvor öðrum,“ segir Krummi.

Tónlist LEGEND á nýju plötunni má flokka sem framsækið post metal/rokk með rafrænum hljóðheimi og hljóðgervlum. Það eru einnig líka smá áhrif frá Industrial (Nine Inch Nails, Ministry og fleirum) senunni frá áttatíu áratugnum og synthpop. Tónlistin er mjög dramatísk og þung.

LEGEND gaf nýverið út myndband við titilag plötunnar sem var frumsýnt á Revolver Magazine sem er eitt stærsta rokktímarit heims.

„Lagið og myndbandið fjallar um hvernig umhverfið spilar inn í drápshvötina okkar. Hvernig samfélag býr til morðingja með öllu þessu hatri, meinfýsi og illgirni í garð hvors annars. Hvernig langvarandi einelti getur brotist út í andstæðu sína þannig að eineltisfórnarlambið verður gerandi. Andúð og fordómar ala af sér uggvænlegar afleiðingar sem hafa ómæld áhrif á líf ótal einstaklinga,“ segir Krummi, en LEGEND mun halda útgáfutónleika snemma á næsta ári.

Midnight Champion má panta á bandcampsíðu LEGEND.

Midnight Champion er að fá fantagóða dóma, bæði hér heima og erlendis, hér má sjá ummæli Ragnars Bragasonar leikstjóra, Ólafar Erlu grafísks hönnuðar og eiganda Svart og Birgis Jónssonar trommara Dimmu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 12 klukkutímum

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.