fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025

Jafnréttishús býður upp á sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sund er allra meina bót

Við Íslendingar teljum það sjálfsagðan hlut að skella okkur í sund öðru hvoru allan ársins hring. Á góðvirðisdögum flykkjumst við í sundlaugarnar til að synda, flatmaga í sólinni, slaka á í heitu pottunum meðan börnin renna sér í rennibrautunum. Þvílíkur unaður svo ekki sé meira sagt. Þegar ég var yngri og ekki alveg synd setti mamma mig neðst á rennibrautina sem var ekki stór og sagði mér að hoppa niður. Þótt ég væri með stóran hringkút um mig, handakúta á báðum höndum og sundgleraugu sem tóku hálft andlitið, sem ekki nokkur maður myndi sjá sig með í dag. Grenjaði ég heil ósköp þannig að mamma varð að taka mig niður. Seinna var ég sett á sundnámskeið og gekk vel þar. Eftir það hef ég stundað reglulega sund og líkað vel, æfði á tímabili en gafst upp þar sem ég er engin keppnismanneskja. Minnistæðasta sundferðin var þegar minn árgangur í skólanum fór í sund á Hótel Örk og það myndaðist löng röð í rennibrautina. Biðin var þess virði því rennibrautin var æðisleg en sólbrunninn daginn eftir var eins spennandi.

Seinna fór ég til Spánar að læra spænsku, þýsk vinkona mín dreif mig í sund. Við komum á staðinn, sundlaugin var full af fólki að synda og sáum merkingar á veggnum að fólk mætti synda af vild. Við ætluðum að fara ofan í en þá kom sundlaugavörðurinn askvaðandi og sagði að við yrðum að bíða eftir hljóðmerkinu. Nú hugsaði ég maður þarf ekki að bíða eftir hljóðmerki á Íslandi. Hljóðmerkið kom og við gátum synt í tuttugu mínútur eða hálftíma.

Við Íslendingar ættum að vera þakklát fyrir sundlaugarnar hér á landi og að börnin okkar fá frítt sundnámskeið svo þau læri að synda. Skólasund tíðkast viðast hvar í vestrænum löndum þó eru þess dæmi að fólk þurfi að borga sjálft fyrir einkatíma, sem verður til þess að börn verða ekki synd. Í Bandaríkjunum eru það einkaskólarnir eða sumarbúðirnar sem kenna krökkum að synda. Börn í Suður Ameríku hafa þurft að reiða sig á foreldrana til að kenna þeim sund.

Rifjum upp lagið Gente di mare sem var framlag Ítala í Eurovision 1998. Þar er sungið um fólkið upp á sléttunum sem er hrætt við hafið sem gefur þeim meira frelsi og björg í bú. Ég fæ gæsahúð í hvert sinn sem ég heyri lagið og vorkenni fólkinu. Þetta er blákaldur veruleiki hjá fólki frá Asíu og Mið – Austurlöndum í dag. Þá sérstaklega konur frá Mið – Austurlöndum, sem hafa ekki getað eða mátt læra að synda af margvíslegum ástæðum. Vatnið er farartálmi og sumar hverjar eru vatnshræddar.

Við hjá Jafnréttishús höfum verið með sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur. Með því hefur opnast fyrir þeim nýr og spennandi heimur. Á haustmánuðum ætlum við að bjóða konum frá Mið – Austurlöndum á sundnámskeið. Þetta er ein af þeim leiðum til að kynna konunum fyrir menningu okkar Íslendinga, um leið munu þær stíga út fyrir þægindahringinn og bjóða hræslunni við vatnið byrginn. Við viljum þar með sýna viljann í verki og bjóða konunum velkomnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kristján hættir hjá Val

Kristján hættir hjá Val
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tilbúinn að lækka launin um helming til að komast frá United

Tilbúinn að lækka launin um helming til að komast frá United
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu