fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

„Ég gafst upp og leyfði honum að sofa hjá mér, eða réttara sagt, nauðga mér“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. október 2017 13:00

Myndin er úr myndasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var ekki nema 14 ára þegar ég eignaðist fyrsta kærastann minn, mér fannst þetta allt voða spennandi en alveg svakalega stressandi líka. Það má segja að þáverandi vinkona mín hafi ýtt mér að honum, hann var nefnilega frændi hennar og hún vildi endilega að við yrðum saman. Hann bjó fyrir sunnan og ég fyrir norðan svo við hittumst auðvitað ekki oft. En það var sennilega, ef mig minnir rétt, í annað eða þriðja skiptið sem við hittumst þegar hann byrjaði á að snerta mig á allskonar stöðum sem mér fannst óþægilegt og fljótlega fór hann að fara inn á mig. Hann fór að gera þetta oftar og oftar og stundum oft á dag svo ég meiddi mig alveg rosalega mikið og var aum marga daga eftir. Ég þóttist alltaf fá fullnæginu svo hann myndi hætta því ég þorði alls ekki að biðja hann að hætta.

Hann byrjaði strax að biðja mig um að sofa hjá sér og ég sagði alltaf nei, þá varð hann fúll við mig og fannst ég asnaleg að vilja ekki sofa hjá honum vegna þess að kærusturnar hjá vinum hans voru allar búnar að því og hann lét mér líða illa með það. Það var heima hjá honum þegar ég gafst upp og leyfði honum að sofa hjá mér, eða réttara sagt, nauðga mér. Ég hætti fljótlega með honum eftir þetta og lagðist í mikið þunglyndi því hann var mér mjög reiður að hafa hætt með sér. Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar mér datt í hug að þetta hafi bara allt verið eðlilegt og vildi endilega vera kærasta hans á ný. Hann tók því að sjálfsögðu og hélt áfram að vera eins og hann var…ég sökk dýpra og dýpra en áttaði mig eiginlega ekki afhverju. Það var ekki fyrr en hàlfu ári seinna sem ég fékk sálfræðiaðstoð og ákveð þá að hætta aftur með honum. Ég fór aðeins að skilja að þetta væri ekki alveg eðlilegt en samt ekki nóg. Lífið hélt áfram hjá mér og ég reyndi að hugsa ekki út í þetta.

Í fyrra sat ég út í bíl og var að horfa á myndband sem tengdist #þöggun átakinu og þar var maður sem sagði „Já eftir síendurtekið nei, er ekki það sama og samþykki.“ Og þá áttaði ég mig á því….hann var að beita mig kynferðislegu ofbeldi og ég brotnaði öll saman aftur og vissi ekkert hvað ég ætti að gera.

Ég held að hann átti sig ekki á því hvað hann gerði mér og hverskonar maður hann er. Ég átti svakalega erfitt með að hleypa einhverjum að mér eftir þetta, ég gat ekki hugsað mér kynlíf…það einfaldlega hræddi mig því það sem hann gerði mér var það eina kynferðislega sem ég þekkti. Ég hef það ágætt í dag en þjáist þó af mikilli kvíðaröskun og fæ miklar skapsveiflur reglulega. En ég er að jafna mig og styrkjast á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.