fbpx
Laugardagur 25.október 2025

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra.

Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum.

Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í fjallshlíðum og lesa þennan greinarstúf þá langar mig að koma með einlæga bón til þeirra og það er að gæta jafnréttis og hófsemis í gjöfum sínum.

Börnin tala náið saman og bera sig saman við hvort annað í hvívetna. Látið ekki sessunauta í bekkjum skólastofa bera sig saman um nýju stóru og dýru gjöfina frá einhverjum ykkar á meðan hinn segir frá einhverju agnarsmáu. Sá samanburður er óþægilegur og væri best ef hann þyrfti ekki að koma til tals.

Það er að mínu mati algjör óþarfi hjá ykkur að gefa stóra gjöf í lítinn skó. Stærðin og verðmiðinn á ekki að skipta neinu máli þegar gefið er í skóinn.

Hið litla og ódýra getur líka svo sannarlega glatt.

Hafið þetta hugfast kæru jólasveinar og góða ferð til byggða.

Davíð Már Kristinsson: Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Sjálfstætt starfandi. Pistlahöfundur fyrir Pressan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.