fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

Gefðu táknræna jólagjöf – mömmupakki UN Women

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu.

Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér.

Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku.

UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því að t.d. sauma ungbarnaföt og burðarrúm fyrir alla nýbura sem fæðast í búðunum. Nú er ískalt í búðunum og lífsskilyrði erfið. Gjöfin yljar nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra. Mömmupakkinn samanstendur af burðarrúmi, ungabarnafötum og prjónuðu sjali fyrir mömmuna prjónað úr íslenskri ull sem UN Women á Íslandi færði konunum síðastliðinn september þegar íslenska teymið heimsótti Zaatari.

„Eliza Reid afhenti konum á griðastað UN Women í Zaatari búðunum rúm 20 kg af lopa frá Íslandi síðastliðinn september. Í byrjun október bárust okkur svo þær fregnir að nota eigi lopann til að prjóna sjöl fyrir brjóstmjólkandi nýbakaðar mæður í Zaatari“, segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

 Jólagjöfin fæst á heimasíðu UN Women eða í síma 552-6200, kostar 3.990 krónur og rennur til sýrlenskra kvenna í Zaatari búðunum.

 Fylgstu með UN Women Iceland á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Í gær

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Í gær

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl