fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433

Leiðbeiningar FIFA til þeirra sem vilja skipta um nöfn á miðum eða selja þá

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FIFA hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra miðaeigenda sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum sem þeir hafa keypt eða selja þá.

Breytingar á miðum

Miðaeigandi getur ekki flutt sinn eigin miða, en hann getur breytt um „gesti“. Ef þú hefur keypt fjóra miða getur þú því breytt um nöfn á hinum þremur miðunum.

Hægt verður að breyta miðunum á þennan hátt frá og með 18. apríl klukkan 09:00 að íslenskum tíma þangað til þremur dögum fyrir þann leik sem miðann er á.

Endursala miða

Ef miðakaupandi hefur ekki tök á því að nota alla miðana sína sem hann hefur keypt verður hægt að selja þá á endursölumarkaði hjá FIFA.

Það er þó ekki hægt að tryggja það að annar aðili kaupi miðann. Því hvetur FIFA miðaeigendur til að fylgjast reglulega með endursölukerfinu.

Ekki er mögulegt fyrir miðakaupanda að selja aðeins sinn eigin miða og halda eftir „gestamiðunum“.

Endursölukerfið opnar þann 18. apríl klukkan 09:00 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth

Liverpool búið að selja fyrir meira en 200 milljónir – Doak að fara á væna summu til Bournemouth
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Í gær

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

Segir að Rashford sé með ótrúlegan umboðsmann

Segir að Rashford sé með ótrúlegan umboðsmann
433Sport
Í gær

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433
Í gær

Myndband af stjörnunni vekur mikla athygli: Svakalega kokhraustur fyrir helgi – ,,Ef þeir vilja stig“

Myndband af stjörnunni vekur mikla athygli: Svakalega kokhraustur fyrir helgi – ,,Ef þeir vilja stig“